15.5.2019 | 17:20
Er í örvæntingu verið að reyna hið ómögulega?
Loftflæðisfræði, flugeðlisfræði, hreyfiaflsfræði, - þetta eru allt íslensk heiti á því sem er hinn raunverulegi grunnur ófaranna á Boeing MAX þotunum.
MCAS-tölvukerfið er aðeins afleiðing af þeim breyttu flugeiginleikum þotnanna sem fylgdu því þegar aflmeiri og mun stærri hreyflar voru settir á þær til þess að stórauka sparneytni, drægni, lengd, þyngd og afkastagetu þeirra.
Flugsagan geymir margar sögur af því hvernig flugeiginleikar véla geta verið erfiðir viðfangs.
Og það þarf ekki stórar eða flóknar vélar til. Áður hefur verið minnst á flugvélina Cessna 162, sem Cessna verksmiðjurnar, hoknar af 80 ára reynslu í framleiðslu flugvéla, hönnuðu til þess að yfirtaka markaðinn fyrir litlar og hagkvæmar kennsluflugvélar.
Áður höfðu þeir Cessna-menn hannað langvinsælustu kennsluflugvél allra tíma, Cessna 152, sem áður hafði verið með minni hreyfli undir heitinu Cessna l50, en upphaflega verið stélhjólsflugvél með tegundarheitið Cessna 140.
Cessna 152 er tiltölulega þung flugvél miðað við ýmsar aðrar, tæplega 1200 pund tóm, en 1670 pund fullhlaðin.
Þegar nýr flugvélaflokkur, LSA, Light Sport Airplane, kom til sögunnar með 1320 punda hámarksþyngd og mun einfaldari reglum og rekstrarkostnaði, tóku þær frumkvæðið af Cessna.
Því var ákveðið að hanna vél, sem væri aðeins um 900 pund að þyngd og 1320 pund fullhlaðin.
Miðað við þann mikla fjölda af mismunandi LSA-flugvélum, sem hafa reynst fullnægjandi, hefði mátt ætla að Cessna léki sér að því að gera enn betri kennsluvél en nokkur annars.
Niðurstaðan varð Cessna 162. En Cessna hikaði við að nota hina léttu Rotax vatnskældu 100 hestafla hreyfla, notaðir voru í LSA-flokknum, og valdi í staðinn Continental 0-200 loftkælda hreyfla, sem hafa reynst afar vel í 60 ár, til dæmis í Cessna 150 á sínum tíma.
En með svona þungum hreyfli í jafn léttri vél og Cessna 162 var, misheppnaðist ætlunarverkið algerlega.
Reynsluflugmenn misstu einn af öðrum stjórn á vélinni, algerlega á skjön við hina góðu reynslu af gömlu 150 vélinni, og draumurinn um forna frægð og veldi í flugkennslunni fórst í hrapi hinna nýju véla.
Cessna er að vísu örsmátt peð miðað við Boeing, en sláandi líkindi eru með óförum beggja þesara flugvélaframleiðenda.
Það er skiljanlegt að Boeing tregðíst við að samþykkja aukalega þjálfun flugmanna fyrir MAX-þoturnar og jafnframt að vélin verði að fara í gegnum kostnaðarsama og tafsama tegundarviðurkenningu.
Þetta og fleiri kostnaðaratriði vógu þungt í undanfærslum og launhyggju sem hugsanlega á eftir að reynast verksmiðjunum dýrkeypt.
Þrýstu á breytingar síðasta haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
737 Mix...
GB (IP-tala skráð) 15.5.2019 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.