17.5.2019 | 00:58
Hvaða lag "situr eftir" og maður "fær á heilann?"
Mannsheilinn er furðulegt fyrirbæri og hegðun hans getur oft komið sér illa, til dæmis þegar hann hagar sér eins og harður tölvudiskur, sem hendir hinu og þessu út alveg upp úr þurru, án þess að neitt verði við ráðið, og eftir situr að maður man ekki eitthvað sem kemur sér afar illa að gleyma.
Svipað er að segja þegar hið gagnstæða gerist að heilinn tekur einhver atriði út úr upp á sitt eindæmi og setur það í umferð í tíma og ótíma, en um þetta fyrirbrigði er til dæmis oft notað það orðalag, að maður fái eitthvert lag "á heilann", án þess að við neitt verði ráðið, svo að það jafnvel dúkkar upp á ólíklegustu augnablikum dögum saman.
Í kvöld var það danska lagið, sem tók upp á þessu þegar verið var að grauta í minnisbókum og sýsla við 124 cc vespuvélhjólið Létti (Honda PCX).
Ef danska lagið gerir þetta í stórum stíl við evrópska heila, gæti það kannski breytt einhverju.
En síðan gætu það verið einhver önnur lög. Auðvitað. Mannsheilarnir eru furðulega ólík fyrirbæri oft á tíðum.
Lögin sem skipta máli í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér. Danska lagið fannst mér bera af.
Þorsteinn Siglaugsson, 17.5.2019 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.