Endalaust álitamál.

Norðmaðurinn Per Andre Sundnes spyr ýmissa áleitinna spurninga eftir að Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu lauk í gær og ljós kom að dómnefndirnar höfðu togað Norðmenn og Íslendinga niður, og það nógu hressilega til þess að Norðmenn voru "rændir" sigrinum. 

Sundnes spyr um það hvernig dómnefndirnar séu skipaðar, eftir hvaða kröfum um hæfni og þekkingu. 

Það vekur aftur á móti spurningarnar á hvaða forsendum eigi að dæma lögin. Og ljóst er að ekki eru þeir sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni valdir eftir hæfni eða þekkingu. 

Og þá vaknar gömul spurning um smekk, en stundum er sagt að oft sé ekki hægt að deila um smekk. 

Í ofanálag er enn eini sinni komin upp umræða um það, að hve miklu leyti megi eða eigi að blanda saman stjórnmálum og keppni í listum og íþróttum. 

Síðuhafi hefur alla tíð verið ákveðinn andstæðingur þess að blanda saman stjórnmálum og íþróttum og bent á ömurlegar afleiðingar slíks, svo sem Ólympíuleikana 1980 og 1984. 

Þó sé hugsanlegt að setja þjóðríki í bann, ef þar viðgengst svo mikil mismunun á aðstöðu fólks til að stunda og æfa íþróttir og keppa í þeim á grundvelli húðlitar eða kynþáttar, að það brjóti í bága við jafnréttishugsjónina á bak við Ólympíuleikana. 

Á þeim forsendum var Suður-Afríku meinað að taka þátt í Ólympíuleikum um áraraðir vegna kynþáttaaðskilnaðarstefnu landsins. 

Þeir, sem brutu reglurnar um að aðeins megi flagga fánum þátttökuþjóða í gærkvöldi, gerðu það meðal annars vegna þess að það sé ákveðin aðskilnaðarstefna í gangi í formi múrs og hernáms í því landi, sem fram til 1948 var eitt ríki, að vísu sem nýlenda, og að því leyti séu íbúarnir eftir skiptingu landsins í tvö ríki beittir hliðstæðri aðskilnaðarstefnu og var í Suður-Afríku í raun. 

Aðrir segja að þetta sé hártogun, því að þátttaka Ísraels í evrópsku söngvakeppninni byggist á því að Ísraelsmenn séu menningarlega ein af Evrópuþjóðunum, en það séu Palestínumenn ekki. 

 


mbl.is „Norðmönnum finnst þeir sviknir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Omar ég var að lesa BBC en þar segja þeir að Hatari þíðir ást og friður  

of love and unity. Called Hatari in Icelandic, meaning "Hater", their lyrics are bleak… gear so that their children could dress up as Hatari for Ash Wednesday, Iceland's… version of Halloween. Targeting Israel Hatari don't just preach anti-capitalism…

Valdimar Samúelsson, 19.5.2019 kl. 23:00

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ísrael tekur þátt í evrópsku söngvakeppninni af þeirri einföldu ástæðu að ríkissjónvarpsstöðin KAN er meðlimur í EBU, samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva sem skipuleggja keppnina. Öll Norður-Afríkuríki sem og Líbanon og Jórdanía eru sömuleiðis meðlimir og gætu því tekið þátt. Marokkó gerði það einu sinni en gekk illa og hefur haldið sig til hlés síðan. Ástæða þess að þessi Arabaríki taka ekki þátt er þó sú að þau viðurkenna ekki Ísrael og útiloka sig þar með sjálf. Einn fimmti hluti ísraelskra ríkisborgara eru Arabar (=Palestínumenn!) og geta tekið þátt sem Ísraelar og hafa gert það. Sjónvarpsstöðin á Palestínsku Sjálfsstjórnarsvæðinu PBC er ekki aðili að EBU og getur því ekki verið þátttakandi. Ég á auk þess bágt með að sjá Hamas, Al Fatah eða Hisbolla senda sitt fólk í keppni með fólki sem þeir myndu sjálfir kasta fram af húsþökum ef þeir næðu til þeirra. Rétt eins og þeir hefðu farið með Hatara ef þeir hefðu sýnt sig á Gasa í þeirri múnderingu sem þeir komu fram í í keppninni.

Sæmundur G. Halldórsson , 19.5.2019 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband