Nýfallinn snjór er miklu fljótari að bráðna en gömul snjóalög.

Í kuldakastinu, sem nú fer að ljúka og kom í kjölfar meira en þriggja vikna hlýindakafla þar á undan, hefur, samkvæmt mælingum, ekki fallið það mikill snjór að hann muni verði lengi að bráðna. BISA loftm úr na 25.5.2019

Úrkoma í frosti, það er snjór, hefur verið lítil á veðurstöðvunum frá Hveravöllum til Kárahnjúka, svona í kringum einn metri samanlagt. 

Þetta er mjúkt nýsnævi, og inn á milli hefur verið álíka mikil úrkoma í hita, þ.e. rigning, svo að hlýindi yfir 10 stig munu vinna hratt á þessu nýsnævi, margfalt hraðar en nemur bráðnun snævar, sem hefur þjappast saman og orðið að hjarni yfir veturinn. BISA hlað 25.5.2019

Á Sauðárflugvelli, í 660 metra hæð yfir sjó, var allur snjór og klaki farinn fyrir þremur vikum mánuði, og klakamyndun í kuldakastinu að undanförnu hefur verið það lítil, að það á eftir að þorna hratt nú eftir hvítasunnuna og verða svipað yfir að líta og sást á myndum, sem þá voru teknar og sýndar hér á síðunni.  


mbl.is Spáir 25 stiga hita í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband