Takk! Spurningunum var svarað á vellinum í kvöld.

Í pistlinum á undan þessum var þess óskað að öllum spurningum um landslið Íslendinga og Tyrkja yrði svara að vellinum í kvöld en ekki í Leifsstöð, sendiráðum, ræðismannsskrifstofum eða öðrum stöðum utan vallar. 

Og svo sannarlega fengust svör, takk, takk, takk, okkar góða og gamalkunnuga landslið! 

Tyrkjum var komið niður á jörðina og sætur íslenskur sigur skapaður á liði, sem niðurlægði heimsmeistarana sjálfa fyrir nokkrum dögum. 


mbl.is Ísland stöðvaði Tyrki í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek heilshugar undir pistilinn á undan og mikið and..... var gaman að sjá strákana negla leikinn! Einn besti leikur sem þessir höfðingjar hafa spilað. Algerlega magnað!

 Það er einn leikur eftir enn, við þennan erfiða andstæðing, en ´´when the going get´s tough, the tough get going´´.

 Það sýndu strákarnir svo sannarlega vel í kvöld.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2019 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband