Fjöleignahúsin stærsta hindrunin. Tæknileg orsök.

Á þeim fundum um rafbílavæðingu, sem síðuhafi hefur verið á, hefur komið fram að tregðan í fjöleignahúsum verði lang stærsta hindrunin varðandi rafbílavæðinguna.Tazzari og Nissan Leaf

Þeir, sem engan áhuga hafa á því að breyta til, leggjast oft að sjálfsögðu eindregið gegn því að farið sé út í kostnað við uppsetningu á hleðsluaðstöðu, og finna oft mörg fleiri atriði en kostnaðarhliðina til að leggjast gegn öllum breytingum.  

Ýmsar ranghugmyndir eiga greiðan aðgang að fólki, svo sem um stórfellda eldhættu af rafbílum og að það þurfi að hafa rafmótorinn í gangi allan sólarhringinn í kuldum til þess að hann og rafhlöðurnar eyðileggist ekki! 

Hefur meira að sést haldið fram á vefmiðlum. 

Og heyrst hefur það sjónarmið að það að ekkert heyrist í rafbílunum skapi stórhættu í umferð þeirra og að þessir "draugabílar" séu beinlínis óhugnanlegir og skapi óróa og ónæði í fjölbýli. 

Síðan er líka sagt að rafbílaeigendur geti einfaldlega látið sér nægja að hlaða bíla sína á hraðhleðslustöðvum og látið nágranna sína í friði. 

En það að hlaða bílana eingöngu á hraðhleðslustöðvum mun einfaldlega valda tjóni á rafhlöðunum þegar til lengdar lætur.  

Í handbókinni með Tazzari-bílnum, sem myndin er af, þar sem hann stendur við hliðina á Nissan Leaf, stendur skýrum stöfum, að nauðsynlegt sé að "djúphlaða" bílinnn rólega upp í topp og raunar helst hálftíma til tveimur tímum lengur á minnst tveggja vikna fresti. Tazzari.Hæg hleðsla

Ef það sé ekki gert, missi rafhlaðan geymslugetu miklu hraðar en ella með árunum. 

Hér er því um að ræða stórt efnahagslegt og tæknilegt atriði.

 

 

 


mbl.is Hver rafbílaeigandi smiti tvo aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ný kynslóð Li-rafgeyma á leiðinni?  The Solid-State Lithium-Ion Battery — Has John Goodenough ...

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.6.2019 kl. 16:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vonandi. Það myndi auðvelda mjög alla meðferð og hleðslu geyma, ef hægt yrði að bæta úr ofangreindum atriðum. 

Ómar Ragnarsson, 13.6.2019 kl. 00:44

3 identicon

Ég hef eina spurningu, hver er efna uppbygging li rafhlaðna? Ég veit að liþíum er ekki stærsti hluti þessara rafhlaðna og ég er kanski með úreltar upplýsingar.

kv.

Alli

allidan (IP-tala skráð) 13.6.2019 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband