Viðskipti snúast um traust.

Síðuhafi er nógu gamall til að muna eftir því þegar hann og flugáhugafólk heimsins fylgdist með öndina í hálsinum með því þegar Boeing verksmiðjurnar létu hanna og smiða tvöfalt stærri farþegaþotur en nokkurn tíma höfðu verið smíðaðar áður. 

Einnig því hvernig sömu verkmsiðjur létu hanna tvöfalt stærri hljóðfráar þotur en Concorde og Tupulev 144. 

Hreyflarnir í þessar Boeing þotur voru tvöfalt stærri og aflmeiri en áður hafði þekkst og á þeim byggðist sú bylting sem var að ríða yfir.

Jafnframt þessu djarfa skrefi var hönnuð smærri þota en þriggja hreyfla þotan Boeing 727, og lét þessi minni tveggja hreyfla þota lítið yfir sér í fyrstu en átti smám saman eftir að verða langvinsælasta farþegaflugvél allra tíma: Boeing 737.  

Á þessum árum var Boeing með forgangsröð, sem var lykillinn af eindæma velgengni frá 1954 til aldamóta: 1. Öryggi. 2. Markaðsstaða. Þessi forgangsröð var undirstaðan að ómissandi hluta allra viðskipta: Trausti. 

Með þetta í huga hætti Boeing við smíði risastóru hljóðfráu þotunnar nógu tímanlega til þess að lágmarka kostnaðinn, sem lagður var í að kanna það verkefni. 

Smíði stóru Jumbo (Bumbu)þotunnar var hins vegar farsællega haldið áfram með þvílíkum glæsibrag að enn í dag er sú magnaða stórþota markaðshæfari en aðrar í stærðarflokki, sem hefur reynst afar erfiður eftir aldamót. 

Svo undarlega sem það hljómar, hefur farsæl. langvarandi og vaxandi velgengni 737 nú orðið þeirri þotu að falli, að minnsta kosti í bili, ef marka má sölutölur. 

Þegar fram komu mun stærri og sparneytnari hreyflar en áður þekktust kom í ljós, að smæðin í mikilvægum stærðarhlutföllum 737 réði ekki við þá á sama tíma og aðal keppinauturinn, Airbus 320, sem hafði verið hönnuð síðar og höfð aðeins stærri á þeim hluta hennar, sem mestu skipti fyrir það að koma nýju hreyflunum fyrir, gat nýtt sér þessa bráðnauðsynlegu hreyfla án of mikilla breytinga. 

Airbus 320neo gat notast við sama tegundarheiti og skilgreiningu og áður þótt nýir hreyflar væru á henni. Það sparaði mikla fyrirhöfn og fjárhæðir við að þjálfa áhafnir og fást við dýrt skráningarferli hjá FAA. 

Sennilega hefði verið skárra fyrir Boeing að gera annað tveggja, að hanna nýja þotu frá grunni, eða að breyta 737 nógu mikið um miðbikið og aftast til þess að hún réði við tilkomu nýju hreyflanna. 

Í staðinn var ákveðið að viðhalda tegundarheitinu og skilgreiningunni með því að setja í þotuna flókið sjálfstýrikerfi til að gera hana fullkomlega örugga. 

Því lengur sem það dregst að klára þetta erfiða viðfangsefni svo að fyllsta öryggis verði gætt, því verra.  

Framlenging á auglýstum töfum rýrir traust, nákvæmlega það sem viðskipti snúast um. 

Þess vegna er núverandi hvarf pantana hið versta mál. 


mbl.is Engar nýjar pantanir í tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband