Skúrar hafa stundum gert gagn, jafnvel umdeilt.

"Vaðlaheiðarvegamannaverkfærageymsluskúr" var eitt sinn talið vera lengsta orðið í íslensku máli. 

Síðan hvarf sá skúr af sjónarsviðinu og hefur einhverjum hugsanlega þótt sjónarsviptir af honum. 

Árum saman stóð skúr við Háaleitisbraut skammt frá kirkjunni og verslunarhúsinu, sem þar eru, og var hægt að aka í kringum þann vinalega skúr og kaupa sjoppuvörur í gegnum bílalúgu, en líka hægt að ganga inn til að versla, ef síðuhafi mann rétt. 

Margir nýttu sér þennan verslunarmöguleika, og urðu ein viðskiptin fræg, þegar nokkur hundruð króna viðskipti með kreditkorti rötuðu inn í bókhaldið, sem komst í hámæli vegna Baugsmálsins svonefnda. 

Margir söknuðu þessa skúrs þegar hann hvarf af sjónarsviðinu.

Gaman væri ef einhver safnaða saman sögum af skúrum héðan og þaðan af landinu og birtu þær jafnvel í bók, sem gæti fengið heitið "Skúraleiðingar." 

Og það mætti hugsa sér að hluti af svona bók yrði í ljóðaformi. 

 

Forðum var stundum ágætt að aka

með aurana´í stöflum

og skríða hjá lúgum; við skiptimynt taka

í skúrum með köflum.  

 


mbl.is Skarð fyrir skildi eftir að skúrinn fór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband