19.6.2019 | 23:27
7 sekúndurnar voru samkvćmt Evrópustađli fyrir 40 árum.
Sérstök ljós fyrir beygjur komu fyrst til sögunnar hér á landi fyrir rúmum 40 árum og ţá strax byrjuđu hin séríslensku vandrćđi međ sjö sekúndurnar, ţannig ađ ţađ ţýđir ekkert ađ kenna Degi B, Ingibjörgu Sólrúnu, Davíđ Oddssyni eđa öđrum borgarstjórum síđari áratuga um ţessi vandrćđi.
Erlendur sérfrćđingur var hafđur međ í ráđum, ţegar beygjuljósin voru stillt og lagđi hann til í ljósi reynslunnar erlendis, ađ láta slík ljós loga allt niđur í sjö sekúndur í einu, en í Evrópu átti sá tími yfirleitt ađ nćgja til ţess ađ 5-7 bílar kćmust yfir á grćnu ljósi.
Sérfrćđingnum yfirsást hins vegar hegđunarmynstur íslenskra bílstjóra, sem afrekuđu ţađ oft á tíđum ađ sjaldan komust fleiri en tveir bílar yfir á ljósinu og í sumum tilfellum einn eđa jafnvel enginn bíll.
Og í ofanálag var ţađ algengt ađ menn héldu áfram ađ dratthalast í beygjunni eftir ađ komiđ var rautt ljós og valda međ ţví öryggisleysi og hćttu í umferđinni.
Ástćđurnar fyrir ţessu rammíslenska rugli okkar eru margar, en lýsa sér yfirleitt ţannig, ađ engu er líkara en ađ bílstjórar séu sofandi eđa á kafi í símunum sínum. Nefnum tvennt:
1. Ţeir sem eru fremstir viđ ljósin eru hálfsofandi eđa ađ fást viđ snjallsímann og hafa enga tilfinningu fyrir ţví ađ sofandaháttur ţeirra og sérgćska skađi ţá sem eru fyrir aftan ţá. Stundum eru margir tugir metra á milli bílanna ţegar ţeir drattast yfir.
2. Á mörgum gatnamótum halda ökumenn áfram ađ aka yfir eftir ađ rautt ljós er komiđ fyrir framan ţá og koma međ ţví í veg fyrir ađ ţeir, sem ţá eru búnir ađ fá grćnt ljós í öđrum akstursstefnum, geti nýtt sér ţađ.
Á mörgum gatnamótum er ţví meira og minna umferđarstopp ţegar bílar, sem drullast hafa inn á gatnamótin, hafa lent ţar í kös sem lokar fyrir allt flćđí.
Víđa í landi frelsisins, Bandaríkjunum, er bannađ ađ fara inn á gatnamót ef bílstjóranum má vera ţađ ljóst ađ hann muni festast ţar og valda umferđaröngţveiti. Liggja viđurlög viđ.
Enda líta menn ţar í landi svo á, ađ enginn hafi rétt á ađ skerđa frelsi annarra af geđţótta sínum.
Ekki er kunnugt um ađ nokkurn tíma hafi neitt veriđ gert hér á landi til ađ stemma stigu viđ svona háttalagi.
Á sínum tíma var kvartađ viđ erlenda sérfrćđinginn, en hann hristi hausinn og sagđist aldrei hafa séđ annan eins vitleysisgang.
Eftir ađ hann var farinn var byrjađ á ađ lengja tímann fyrir grćna ljósiđ, en eftir bráđum hálfrar aldar afmćli beygjuljósanna, hefur ekkert breyst.
Allir bölva öllum fyrir ástandiđ en enginn gerir neitt til ađ breyta ţví.
Enda ţarf ekki nema einn eđa tvo drulluhala til ţess ađ valda usla međ sauđshćtti sínum.
Stundum hefur veriđ sagt ađ sauđkindin sé hin heilaga kýr Íslands.
En almennt má alveg eins segja ađ sauđshátturinn sé hin heilaga kýr okkar.
7 sekúndna grćnt ljós algjörlega ólíđandi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Glćsileg lýsing !!! ???
Tryggvi Helgason, 20.6.2019 kl. 02:01
Almennilegur, rökstuddur og kjarnyrtur pistill ! - Af eigin reynslu ţá styđ ég hvert orđ ţessa pistils og hef oft velt ţessu fyrir mér en gott ađ ţú komst inn á ţetta á ţínum vettvangi.
Már Elíson, 22.6.2019 kl. 11:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.