Ástæðurnar fimm fyrir því að búa á Íslandi.

Þegar síðuhafi verið spurður að því af hverju hann eigi heima á Íslandi hefur hann stundum svarað í hálfkæringi:  

Það eru fimm ástæður fyrir því: 

1. Ég er fæddur og uppalinn hér og lífsviðfangsefni og vettvangur bundinn þessu landi og þjóð. 

2. Það er lítið af skordýrum, meindýrum og svipuðum plágum.  

3, 4 og 5:   Ýsa, smjör og kartöflur. 

 

Varðandi ástæðu númer 2 hefur smám saman slegið fölva á hana. 

Þegar ég var ungur voru hér ekki ýmis skordýr sem síðan hafa sótt í sig veðrið. 

Starrinn var til dæmis ekki kominn til þess að sækja stíft í að gera hreiður í FRÚnni.

Kerfill var ekki nefndur.  

Ef satt er, að hægt verði að vinna bug á lúsmýinu láti Guð gott á vita. 


mbl.is Lausnin við lúsmý fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Það má nú éta fleira en ýsuna með sméri og kartöflum

Er ekki einfaldast að nota lavender-reykelsi, og fæla þannig þennan fjanda frá.

Það má reyna.

Kveðja

Jón Thorberg Friðþjófsson, 22.6.2019 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband