Sem betur fer framhald kúvendingar hjá Trump.

Í upphafi forsetatíðar Donald Trumps tók hann upp ítrustu haukastefnu gagnvart Norður-Kóreu með svipuðum hótunum um gereyðingu landsins og hann notar nú gagnvart Íran. 

Trump fór ansi nærri því að það munaði 10 mínútum á því hvort hafið yrði stríð, sem allt eins gæti orðið gereyðingarstríð, við Norður-Kóreu, en nokkurn veginn sama er, hvernig hið hótaða stríð hefði orðið, að það hefði leitt hrikalegt tjón yfir nágrannaríkin sem hefði skekið heiminn. 

Þessi boðaða stefna hefði gert illt margfalt verra varðandi ömurleg kjör hinnar kúguðu þjóðar sem byggir Norður-Kóreu. Og svipað er að segja um ítrustu refsiaðgerðir, að þær hefðu bitnað mest á alþýðu manna.   

Svona stefna var augljóslega óraunhæf og versti kosturinn, sem var í boði, ef hafður var í huga sá möguleiki að Trump stæði við stóryrði sín. 

En síðan gerðist það að bæði Trump og Kim Jong-un fór að draga í land, og má með sanni segja að heimsbyggðin gat farið að anda léttara. 

Leiðin til sáttalausnar er þó erfið, því að Kim krefst tryggingar fyrir því að fá frið til áframhaldandi harðstjórnar og afléttingu allra viðskiptaþvingana og refsiaðgerða. 

Þess vegna hefur hann hingað til haldið fast við að eiga einhvers konar kjarnorkutromp uppi í erminni. 

Trump er nú kominn á það ról að reka einu stefnuna í þessu máli, sem í raun er í boði; að afstýra hættunni á kjarnorkustríði eða minnka hana svo mjög að hægt sé að sigla lygnari sjó en gert hefur verið í 66 ár. 

Það kostar að vísu að einveldi Kims verði ekki haggað, heldur haldið við þeirri harðstjórn og heilaþvotti sem völd hans kosta, en sem betur fer virðist Trump sjá, að málamiðlun er eina útgönguleiðin, og er það vel og í samræmi við málflutning Trumps í kosningabaráttunni 2016 varðandi stefnuna gagnvart Írak, Líbíu og Sýrlandi. 

 

 

 


mbl.is Tók 20 skref í Norður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvoru megin er vitið?

Halldór Jónsson, 30.6.2019 kl. 14:36

2 identicon

Friedrich Merz laut í naumlega í lægra haldi fyrir Annegret Kramp-Karrenbauer, "AKK", sem formaður CDU í Þýskalandi. Ekki veit ég hversu tilþrifamikill formaður hún er.

Friedrich Merz er bissnismaður, sagður harður í horn að taka og hefur mikil tengsl við Bandaríkin. Ekki er víst að hann sé búinn að segja sitt síðasta í þýskum stjórnmálum. 

Það hefði verið gaman að sjá þá kljást við hvorn annan, Friedrich Merz og Donald Trump.

HörðurÞormar (IP-tala skráð) 30.6.2019 kl. 14:41

3 identicon

Ég kann að meta Annegrat Kramp-Karrenbauer (AKK). Freidrich Merz er mér hinsvegar "unsympatisch", afturhaldssamur, gamaldags kapítalisti og "langweilig." Á litla möguleika, höfðar ekki til yngri kynslóðar Þýskalands, sem er í dag mjög "progressive." 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.6.2019 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband