Grátlegur seinagangur. Erlendar fyrirmyndir hafa legið lengi fyrir.

Þegar síðuhafi venti sínu kvæði í kross rétt fyrir síðustu aldamót og hóf að fara í gerð fjölda sjónvarpsþátta um þjóðgarða, friðuð svæði og virkjanasvæði erlendis, kom fljótlega í ljós, að meira en aldar gömul reynsla þjóða eins og Bandaríkjamanna hafði orðið til þess að þeir gripu til margvíslegra ráðstafana til þess að sporna gegn umhverfisspjöllum af völdum ágangs ferðafólks. Náttúrupassi í BNA

Í sjónvarpsþáttunum hér heima og tengdum fréttum var reynt að fjalla eins vel um þetta og unnt var á meðan á ferðunum um alls 30 þjóðgarða og friðuð svæði og 18 virkjanasvæðí stóð. 

Greint var frá því hvernig Bandaríkjamenn bjuggu til sérstaka þjóðgarðastofnun sem sæi um net helstu þjóðgarðanna og stýrði umferð og umgengni í þeim. 

Fólk hefur þurft að kaupa sérstakan þjóðgarðapassa.Náttúrupassi í heild

Á honum stendur skýrum stöfum þessi yfirlýsing: "Proud partner".  Það er, að handhafi passans væri stoltur aðili að verndun þjóðgarðanna. 

Einnig var í þáttunum fjallað um önnur meginatriði náttúruvænnar umhverfisstefnu svo sem þessi þrjú:  Vistsvæði - landslagsheildir - afturkræfni. 

Einnig voru könnuð og sýnd mörg dæmi um ítölu og stýringu straums ferðamanna, til dæmis um gönguslóðakerfi Yellowstone og siglingar niður Kóloradófljót. 

Grátlega seint hefur gengið að skila þessum atriðum hingað heim. 

Allt ætlaði vitlaust að verða þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi ferðamálaráðherra, viðraði hugmyndina um náttúrupassa og urðu áhrifamenn bæði til hægri og vinstri sammála um það, að í stað slagorðanna "Proud partner" giltu orðin "auðmýking og niðurlæging" á Íslandi og að alls ekki ætti að líða það að Íslendingar borguðu í nokkurri mynd fyrir aðgang að náttúrperlum. 

Bandaríkin bera heitið "ríki" af því að þau eru samband ríkja. Yellowstone er í ríkinu Wyoming, en "heimamenn" í því ríki borga fyrir aðgang rétt eins og fólk frá öðrum Bandaríkjum og ríkjum utan Bandaríkjanna, svo sem í mynd náttúrupassa, með bros á vör. 

En hér heima var því hafnað að "heimamenn" ættu að borga eins og útlendingar. 

Var hugmyndin um að nota erlenda reynslu af aðgangseyri kveðin svo rækilega í kútinn, að hún hefur varla verið nefnd síðan. 

Grátlega seint hefur gengið að fá það viðurkennt, að þörf sé að vera vel á verði gagnvart ágangi ferðafólks, þar sem hann er farinn að valda tjóni. 

Smám saman er það þó að síast inn, að enda þótt vel þurfi að vanda til rannsókna á ástandinu og hrapa ekki í ofstjórn, blasir víða við, að algert stjórnleysi má ekki ganga úr hófi fram.  


mbl.is Gæti þurft að bjóða út leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Íslensk stjórnsýsla sem er stjórnað að hagsmuna aðilum sem síðan hafa svokallaðan fjórflokk í vasanum hugsa bara um sig sjálft. Samanber það mátti ekki láta á komugjöld eins og Normenn gerðu og ekki halda áfram að rukka í Hvalfjarðargöng og þannig gæti ég haldið áfram. Það verður að losna við þennan "fjórflokk" svo að hlutirnir fá eðlilegan og skynsamlegan framgang. 

Sigurður I B Guðmundsson, 3.7.2019 kl. 16:03

2 identicon

Hér á Íslandi höfum við lög um frjálsa för fólks um landið. Nokkuð sem ekki er til í Bandaríkjunum. Þar er það landeigandi sem ræður og má skjóta þig farir þú um land hans í heimildarleysi. En vegna þessara laga var viðhorfið ekki "auðmýking og niðurlæging" eins og þú heldur, það var "réttindamissir og skattlagning". Fólk var almennt á móti því að missa meðfædd lögbundin réttindi hvers Íslendings og að þurfa svo að borga fyrir að fá þau tímabundið til baka. 

Og innantómu slagorðin "Proud partner" hafa ekki staðið á Bandarísku pössunum eftir 2005. En þau voru þar í 5 ár og áttu ekki við handhafa passana heldur Coca Cola, Ford og fleiri stuðningsaðila með einkarétti á að nota þjóðgarðana í auglýsingaskini og auglýsingum innan þjóðgarðanna.     "With the support of the National Park Service, the Foundation is currently phasing out one specific model for corporate partnership. Launched in 2000, the ``Proud Partners of America's National Parks'' program permitted corporations to commit certain donations, primarily in-kind services, by entering into a tri-party agreement with the Foundation and the Park Service. In return, the corporations were designated as Proud Partners, permitted to affiliate themselves with the National Park Service and the Foundation in promotional materials and granted national marketing exclusivity. To ensure marketing exclusivity, the National Park Service agreed to abstain from entering into any other nationwide advertising agreements with companies that sell the same product or service as the Proud Partner."    https://www.govinfo.gov/content/pkg/CHRG-111hhrg58422/html/CHRG-111hhrg58422.htm

Vagn (IP-tala skráð) 3.7.2019 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband