Ísinn, tákn tregðunnar og fleiri lögmála.

Það kann að vekja undrun hve mikinn hafís er stundum að sjá norðvestur af landinu þegar komið er fram á mitt sumar.

Stundum valda vestlægar vindáttir því og jafnvel norðvestlæg átt, því að vegna snúnings jarðar rekur ísinn ekki beint undan vindinum, heldur um 30 gráður til vinstri. 

En annað fyrirbrigði er sígilt:  Tregða. 

Í fyrirbærinu ís felst mikil tregða við hita- og birtubreytingum. Allir kannast við það hve seinlegt það getur verið að bræða ís í flösku, sem virðist ekkert gefa eftir í fyrstu, þótt heitt vatn sé látið renna utan á flöskuna. 

Svipað er að segja um klakann, sem snjór breytist í þegar hann er þjappaður af eigin þyngd eða öðru, að hann getur verið ótrúlega lífseigur. 

Á haustin birtist tregða í vatni á ísmyndun á vötnum.  

Þannig leggur mörg af stærstu vötnum landsins ekki fyrr en snjór er búinn að vera á jörðu í margar vikur í vetrarbyrjun. 

Getur það dregist fram yfir áramót á stundum, að vötn leggi. 

Fyrirbærið tregða virkar öfugt á vorin þegar ís bráðnar ekki á stórum vötnum fyrr en jafnvel nokkrar vikur eftir að snjóa hefur leyst á landi. 

Líta vötnin þá eins og hvítir flekkir í dökku landslagi.  

Það er tregða sem veldur því að heitasti dagur ársis að jafnaði er ekki um sumarsólstöður í kringum 20. júní, heldur mánuði seinna. 

Og miðað við sólstöður og sólhvörf vorar mánuði seinna heldur sen það vetrar á ný. 

Tregðan varðandi hafísinn er að jafnaði oft mun meiri en þetta. Hafísinn er ekki mestur um áramót að jafnaði, heldur á vorin.  Og minnstur að jafnaði á haustin. 


mbl.is Silfurflotinn litinn augum úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tregða í eðlisfræði kallst þol eða andóf hluta gegn breytingu í hreyfingu, hvort sem um er að ræða breytingu á hraða eða stefnu. Tregða er eitt af grundvallar hugtökum sígildrar eðlisfræði eins og hún er skilgreind í 1. lögmáli Newtons, sem segir að hreyfing hlutar haldist óbreytt að því gefnu að á hann verki engir ytri kraftar.

Bráðnun efna er allt annar prósess, annað ferli og venjulega þarf að flytja varma, orku inn í fast efni svo það bráðni. Innvermi íss er hátt sem þýðir að það þarf mikla orku til að bræða ís, til að leysa upp þau bönd sem tengja vatnssameindirnar. Hefur ekkert með tregðu að gera. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.7.2019 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband