10.7.2019 | 18:18
Álver er með einn helsta þjóðveg landsins í gíslingu.
Deilan um lagningu breikkaðrar Reykjanesbrautar við álverið í Straumsvík er býsna sérkennileg. Ósk álversins um stækkun var hafnað í íbúakosningu 2007 en samt virðist niðurstaðan nú vera sú, þegar á að fara í löngu tímabæra breikkun brautarinnar, að Vegagerðin telur viðbótarkostnað, sem fylgi því að flytja vegstæðið fjær álverinu, eigi að borgast af Hafnarfjarðarbæ, sveitarfélagi þeirra sem ákváðu 2007 að álverið yrði ekki stækkað.
Hafnarfjarðarbær beri kostnaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegagerðin telur viðbótarkostnað, sem fylgi því að flytja vegstæðið fjær álverinu, eigi að borgast af Hafnarfjarðarbæ, sveitarfélagi sem 2007 seldi landið sem annars hefði verið hægt að nota.
Það verður að teljast góður business að selja frá sér vegastæði og ætlast svo til að ríkissjóður beri allan aukakostnað sem kemur til vegna skorts á vegastæði...sérstaklega þegar sumir eru þannig gerðir að þeirra eðli er að ásaka kaupendann.
Vagn (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 19:35
Afhverju má ekki taka veginn fjórfaldann eins neðarlega og sjávarföll leyfa og henda honum í stokk í gegnum lóðina hjá ISAL, þá geta þeir byggt ofaná veginum.
Win Win fyrir alla
Stebbi (IP-tala skráð) 10.7.2019 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.