Minnismerki um merka sögu Miðbakkans?

Þegar siglt hefur verið inn í hina gömlu Reykjavíkurhöfn um áratuga skeið hefur Miðbakkinn blasað við sem landtökustaður.  

Það mætti hugsa sér snoturt minnismerki þarna á bakkanum, með myndum frá merkisviðburðum eftir að Miðbakkinn varð til. 

Má þar nefna komu nýsköpunartogaranna og nýju Fossanna Eimskipafélagsins eftir stríð, en fjölmennar móttökuhátíðir voru þá haldnar við skipshlið. 

Þarna lagðist Gullfoss að með Laxness og Nóbelinn 1955 og mikið fjölmenni fagnaði á bakkanum í sérstakri móttökudagskrá.

Og enn meiri viðhöfn var vorið 1971 þegar danska varðskipið Vædderen lagðis þarna að og varðskipsmen gengu niður landganginn með helstu íslensku handritin við mikinn fögnuð fjölmennis. 

Einnig þá var sérstök hátíðardagskrá "á kajanum" eins og oft var sagt. 

Fyrir daga Miðbakkans lá bryggja út ú höfnina og botn hennar lá innar en síðar varð.

Þar stigu á land danskir konungar 1874, 1907, 1921 og 1930, og einnig flugkapparnir Eric Nelson, Charles Lindberg og hinn ítalski Balbo. 

 


mbl.is Miðbakkinn verður almannarými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður man helst eftir tívolí sem hann Jörundur flutti inn í 18 ár

var það öll 18 árinn á Miðbakkanum?

Grímur (IP-tala skráð) 11.7.2019 kl. 18:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það man ég ekki. 

Ómar Ragnarsson, 11.7.2019 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband