Minnismerki um merka sögu Miđbakkans?

Ţegar siglt hefur veriđ inn í hina gömlu Reykjavíkurhöfn um áratuga skeiđ hefur Miđbakkinn blasađ viđ sem landtökustađur.  

Ţađ mćtti hugsa sér snoturt minnismerki ţarna á bakkanum, međ myndum frá merkisviđburđum eftir ađ Miđbakkinn varđ til. 

Má ţar nefna komu nýsköpunartogaranna og nýju Fossanna Eimskipafélagsins eftir stríđ, en fjölmennar móttökuhátíđir voru ţá haldnar viđ skipshliđ. 

Ţarna lagđist Gullfoss ađ međ Laxness og Nóbelinn 1955 og mikiđ fjölmenni fagnađi á bakkanum í sérstakri móttökudagskrá.

Og enn meiri viđhöfn var voriđ 1971 ţegar danska varđskipiđ Vćdderen lagđis ţarna ađ og varđskipsmen gengu niđur landganginn međ helstu íslensku handritin viđ mikinn fögnuđ fjölmennis. 

Einnig ţá var sérstök hátíđardagskrá "á kajanum" eins og oft var sagt. 

Fyrir daga Miđbakkans lá bryggja út ú höfnina og botn hennar lá innar en síđar varđ.

Ţar stigu á land danskir konungar 1874, 1907, 1921 og 1930, og einnig flugkapparnir Eric Nelson, Charles Lindberg og hinn ítalski Balbo. 

 


mbl.is Miđbakkinn verđur almannarými
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mađur man helst eftir tívolí sem hann Jörundur flutti inn í 18 ár

var ţađ öll 18 árinn á Miđbakkanum?

Grímur (IP-tala skráđ) 11.7.2019 kl. 18:02

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţađ man ég ekki. 

Ómar Ragnarsson, 11.7.2019 kl. 19:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband