Algeng saga: Skyndibitar og vinnustreita.

Skyndibitar og vinnustreita utan heimilis geta verið ávísun á að þyngjast. Þyngingin er lúmsk, kannski aðeins tíu grömm á dag, en það gera 70 grömm á viku og tæp 300 grömm á mánuði. 

Það tekur enginn eftir slíku og jafnvel heldur ekki þegar búið er að þyngjast um 1,5 kíló á ári. 

En með svipuðu áframhaldi er þyngingin orðin 15 kíló á áratug og 45 kíló á 30 árum. 

Sumum störfum fylgir óhjákvæmilega streita og þá er neyslan tilviljanakennd og of oft gripið til óhugsaðra skyndilausna og skyndibita eins og að fara í sjálfsalann og fá sér flösku af gosdrykk og súkkulaðikex. 

Hið síðarnefnda felur í sér kaloríusprengingu, í kringum 500 hitaeiningar á hver 100 grömm þyngdar fæðunn. Og það eru um 400 hitaeiningar í litra af gosdrykk.  

500 hitaeiningar í súkkulaðistykkinu og 200 í hálfs lítra gosflösku gera samtals 700. 

Það er þriðjungur þarfar meðal manneskju á sólarhring.  Ein ferð í sjálfsalann. 

 


mbl.is Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband