Nýju Bjöllurnar voru aðeins útlitslegar eftirlíkingar af þeirri gömlu.

Volkswagen Bjallan, sem var framleidd 1938-2003,, var með eftirtalin atriði:  Til samanburðar er hér fyrir neðan hvernig þetta var á "Nýju Bjöllunum" 1997-2019: 

GAMLA BJALLAN:                                    NÝJA BJALLAN: 

 

1. Vélin aftur í.                                 Vélin frammi í. 

2. Vél og driflína langsum                        Vél og driflína þversum. 

3. Loftkæld.                                      Vatnskæld. 

4. "Boxer" vél.                                   Línuvél. 

5. Liggjandi strokkar.                            Lóðréttir strokkar. 

6. Vindustafafjöðrun.                             Gormafjöðrun. 

7. Hefðbundið stýri.                              Tannstangarstýri. 

8. Tvennar dyr.                                   Tvennar dyr. 

9. Slétt framrúða.                                Bogin framrúða. 

10. Bjöllulaga.                                   Bjöllulaga. 

11. Sérstök rörlaga botnplata, soðin v.skel.      Allt boddýið heilsoðið. 

 

Af þessari upptalningu sést, að af 11 atriðum eiga þessir bílar ekkert sameiginlegt nema bjöllulagið og tvennar dyr. Svipað er að segja um Fiat 500 og Toyota Corolla. Nýrri Fiatinn er aðeins útlitsleg eftirlíking þess upprunalega og nýrri kynslóðir Corolla eru ekki einu sinni líkar þeim gömlu í útliti.    

 

 


mbl.is Bjallan er öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Góður samanburður. Hins vegar var botnplata gömlu bjöllunnar ekki soðinn við skelina heldur boltuð.

Gunnar Heiðarsson, 20.7.2019 kl. 23:15

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Gunnar. En féll samt undir hugtakið "heil, sjálfberandi bygging". 

Ómar Ragnarsson, 21.7.2019 kl. 12:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gamla bjallan var alþýðuvagn. Í stað þess að lækka verð á henni sem aðalmarkmið þá var farið í aðra átt.Trúlega höfðu líka tímarnir breyst.

Halldór Jónsson, 21.7.2019 kl. 12:22

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Munið þið að miðstöðin hafði aðeins tvær stillingar: Kalt og Skítkalt

Halldór Jónsson, 21.7.2019 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband