Líklegt að Rómverjar hafi komið til Íslands á undan landnámi víkinga?

Fornleifafræðingur sem síðuhafi ræddi eitt sinn við um hugsanlegt landnám á undan landnámi norrænna manna hér á landi, benti á að ef aðeins væri miðað við fornleifar mætti færa rök að því að líklegra væri að Rómverjar hefðu komið til Íslands frekar en Papar. 

Ef því væri hins vegar slegið föstu að Papar hefðu komið hér og það byggt á skrifum í bókum um landnámið, væri enn líklegra að Rómverjer hefðu komið en Papar. Hér hafa fundist rómverskir peningar en ekkert hliðstætt úr fórum Papa. 

Fleiri öflugar siglingaþjóðir en Rómverjar voru uppi löngu fyrir landnám norrænna manna, svo sem Fönikíumenn og þjóðflokkur einn i Gallíu sem smíðaði góð sjóskip. 

 


mbl.is Falinn fjársjóður fannst fyrir tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Líklegt! Þú getur bara hengt þig upp á það!!

Rómverjar byggðu nyrsta hluta veldis
síns á Bretlandi 43 - 410 e. Kr.

Málið er ljóst!

Húsari. (IP-tala skráð) 21.7.2019 kl. 16:28

2 identicon

Málið er reyndar alls óljóst. 

Papar fluttu lítið af óforgengilegum hlutum með sér. 

Rómverskir peningar finnast um alla Evrópu og voru notaðir sem gjaldmiðlill hjá fleirum en Rómverjum.  Jafnvel sem minnisgripir, svona ískápssegulstál nútímans.

Jóhann (IP-tala skráð) 21.7.2019 kl. 20:51

3 identicon

Semsagt ekki fara að hengja þig Ómar minn.

Jóhann (IP-tala skráð) 21.7.2019 kl. 20:52

4 identicon

Sæll Ómar.

Rétt eins og Jóhann tiltekur ennfrekar til
stuðnings máli mínu jafn lýsandi ljóst sem það
lá þó þegar fyrir:
"Rómverskir peningar finnast um alla Evrópu...".

Hvers vegna? Auðvitað vegna þess að imerialisminn leyfði
ekki annað en kannað væri í allar höfuðáttir
hvar lönd væri að finna.

Þessvegna er það engin tilviljun að rómversk mynt
hefur fundist hér á landi.

Ég tek svo hjartanlega undir góðar óskir þínar
Ómari til handa um að hann þurfi aldrei á sprekamó að fara
til að geta safnað sjálfum sér saman á einn stað(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 21.7.2019 kl. 23:32

5 identicon

Rómverskt silfur var verðmætt og notað margar aldir eftir fall rómarveldis. Rómverskir peningar sem hér hafa fundist hafa fundist innan um minjar sem eru yngri en landnám. Þeir sanna því ekkert annað en að einhverjir forfeður okkar hafi átt rómverska peninga.

Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 08:13

6 identicon

Vagn! Þetta er rangt hjá þér!

Fjórir rómverskir peningar, Antoninianusar, hafa
fundist hér en þeir voru slegnir í kringum 300 e.Kr.

Heilum 110 árum áður en Rómverjar yfirgáfu Bretland.

Hver er svo ályktunarhæfni þín, ágæti Vagn?

Dettur þér andartak í hug að menn hafi setið með
hendur í gaupnir sér í nærfellt 400 ár!!

Auðvitað gerðu þeir nákvæmlega það sem allir imperialistar
gera, að rannsaka hver lönd væru næst þeim og hvað þar væri helst
að fá.

Húsari. (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 11:40

7 identicon

Fjórir rómverskir peningar, Antoninianusar, hafa fundist hér en þeir voru slegnir í kringum 300 e.Kr.... En þeir eru af annarri sláttu og notuð var á Bretlandi, og þeir fundust í mannvistaleifum sem voru mörgum öldum yngri.

Kort frá tímum Rómaveldis sýna ekki Ísland. Og Rómverjar sigldu með ströndum, hættu sér helst ekki lengra en sæist til lands. Rómverjar voru ekki mikil siglingaþjóð og landkönnun var ekki neitt sem þeir sáu ástæðu til að stunda. Þeir áttu nóg með að herja á og sigra þekktar þjóðir og lönd.

Vagn (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 15:51

8 identicon

Vagn! Þú þarft að athuga hlutina betur en þú gerir.
      Ég elti ekki ólar við svona rökleysu.

      Góð tilraun samt!

Húsari. (IP-tala skráð) 22.7.2019 kl. 16:53

9 identicon

Húsari, finnist við uppgröft peningur ofar en goslag frá 871 e.Kr. má fastlega reikna með því að hann hafi komið þangað einhvern tíman eftir það ár. Þú getur sjálfur prufað og séð hvernig gengur að setja pening ofan á öskulag sem fellur eftir 500 ár. Og finnist þér það vera rökleysa þá er bindið þitt of strekkt.

Vagn (IP-tala skráð) 23.7.2019 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband