Tesla fær harðnandi samkeppni.

Elon Musk er magnaður frumkvöðull og á stóran þátt í því hve rafbílavæðingin hefur fegið gott flug. 

En nú kann að eiga við hið fornkveðna að "fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá",  "allir vildu Lilju kveðið hafa" og "enginn má við margnum."

Gengi Tesla 3 er forsenda fyrir velgengni fyrirtækisins, af því að Tesla bílarnir, sem komu á undan, eru svo dýrir og kaupendurnir geta ekki orðið nógu margir að þeim. 

En næstum því mánaðarlega koma nú fram rafbílar frá öflugust framleiðendum heims, sem veita Tesla 3 harða samkeppni í verði og getu.   


mbl.is Hlutabréf Tesla hrynja í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Enginn rafbíll er framleiddur né seldur með hagnaði í heiminum.

Á meðan áróðurstískufyrirbærið dyggðarsýndarmennska (e. virtue signaling) heldur áfram, þá neyðast "allir" til að fylgja þeirri slavísku tísku þar til peningakassinn er tómur og ekki er lengur hægt að fóðra hausana í sandinum í gegnum sogrörin sem liggja þangað niður. Þetta sést til dæmis ágætlega á þeirri ruslatunnu dyggðasósíalismans sem Reykjavíkurborg á hausnum er orðin, svo að bara eitt dæmi úr sirkus-dyggðasmart sé nú nefnt sem hel-víti til varnaðar. 

Gjaldþrot Tesla verður ekki skemmtilegar fréttir fyrir þá skattgreiðendur sem þvingaðir hafa verið til að niðurgreiða þar ýmislegt árum saman. En þetta kemur náttúrlega hobbý snobb DDRÚV-stóðelítuættinni ekkert við, því hún lifir ávallt á þeirri lofttegund sem hún býr til úr vösum skattgreiðenda. En jafnvel sú tegund mun taka enda og deyja út. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2019 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband