Þekking og reynsla, sem aflaðist í WOW air, má ekki fara í súginn.

Stærð WOW air og umfang rekstrar þess var orðið slíkt þegar félagið féll, að tjónið varð miklu meira en hægt er að mæla beint í peningum. 

Búið var að afla þekkingar, reynslu, innviða og búnaðar, sem væri hrein synd að láta fara forgörðum.

Stundum er sagt að mestu meistarnir í íþróttum séu ekki endilega þeir, sem mestu sigrana vinna, heldur þeir, sem rísa hæst í úrvinnslu á ósigrum sínum. 

Þetta á við um afar mörg svið mannlífsins og þjóðlífsins.  


mbl.is Reynsluboltar skoða WOW air
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hefði það ekki þurft að gerast strax í kjölfar gjaldþrots?

Í dag er jafnvel þessi bókunarhugbúnaður VOW sem var "keyptur" af þessari huldukonu orðinn úreltur.

Starfsfólkið heldur vonandi sínum status sem reyndir flugmenn og flugfreyjur óháð tíma

Grímur (IP-tala skráð) 31.7.2019 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband