Loksins raunverulegur jeppi af millistærð?

Síðustu ár hefur nýjum og nýjum gerðum af bílum, sem kallaðir hafa verið jeppar, en eru það ekki, fjölgað jafnt og þétt. Toyota jeppi

Flestir þessir bílar eru ekki einu sinni fáanlegir með fjórhjóladrifi. 

Það er því gott að sjá, að Toyota ætli að framleiða bíl af millistærð, sem bæði hefur veghæð og fjórhjóladrif til að gera tilkall til þess að teljast jeppi.  

Dekkin virðast að vísu afar þunn og líkleg til að þola illa grófan veg, en þetta er samt í rétta átt. 

Toyota hefur framleitt Landcruiser og Hilux, sem eru alvöru jeppar, en þessi nýi virðist vera minni en þeir. Toyta jeppi, millistærð.

Dekkin eru að vísu þunn, þ. e. mjög stutt frá jörðu upp í felgu og því vandasamt að aka á grófum slóðum, en þetta er samt í rétta átt. 

Útlitið að framan er með skemmtilega samsvörun við upprunalega Landcruiserinn fyrir hálfri öld. 

Nýlega kom Suzuki með nýjan Jimny sem er með meiri jeppaeiginleika en fyrirrennarinn svo að það eru enn framleiðendur á sveimi sem sinna þörfum þeirra, sem þurfa að komast klakklaust um grófar slóðir. 


mbl.is Nýr smájeppi í plönum Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég vil lögleiða að jeppi þurfi að vera með 4x4 og hátt og lágt drif, Jepplingur 4x4 drif, og  fólksbílar eindrifsbílar

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 31.7.2019 kl. 10:23

2 identicon

Það er lenska í auglýsingamyndum af bílum að sýna þá á „low profile“, efast ekki um að svo sé í þessu tilfelli.

Karl (IP-tala skráð) 31.7.2019 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband