Einu sinni var spáð allsherjar hruni á Akureyri.

Í kringum 1990 við fall Sovétríkjanna hrundi markaðurinn eystra fyrir iðnaðarvörur sem framleiddar voru á Akureyri. 

Þetta var mikið áfall fyrir Norðurland og var talin brýn nauðsyn á að reisa álver utan bæjarins til þess að bjarga Akureyri, Eyjafirði og Norðurlandi. 

Ekkert varð af því en í staðinn komu ný tækifæri á borð við háskóla og það sem úrtölumenn kölluðu í háðungarskyni"eitthvað annað." 

Síðan 1990 hefur íbúum á Akureyri fjölgað um 4500, eða um 25% þrátt fyrir að engin stóriðja kæmi til bjargar bænum. 

Já, "tækifærin hverfa ekki" eins og segir í tengdri frétt á mbl.is. 

 

 

 


mbl.is „Tæki­fær­in hverfa ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

getur verið að aðrir staðir á norðurlandi sem eru komnir af fótum fram haldi uppi fjölgun akureyringa .?. flokkast opinber störf sem atvinnuskapandi störf eða atvinnubótavinna til að halda uppi sveitarfélagi sem gatt ekki bjargað sér án hjálpar. berkoman kom í stað álsins. nú lýgt og á vestfjörðum vantar rafmagn á akureyri. eflaust hið besta mál mörgum reykvíkingnum mun gleðjast yfir framtíðar orkuskorti reykjavíkur en farnir að leita aftur til fortíðar næsta skref í orkusparnaði væri að byggja hesthús við tjörnina svo menn geta sparað orku við innanbæjarakstur nóg er af grænum svæðum til að leggja hestunum á en góður pistill eingu að síður  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.8.2019 kl. 10:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íbúum Norðurlands eystra í heild hefur líka fjölgað um fjögur þúsund síðan 1990.  

Ómar Ragnarsson, 3.8.2019 kl. 15:00

3 identicon

takk fyrir. þetta innlegg þó kjördæmaskipan hafi örlítið breyst síðan þá eru þetta góðar fréttir og gagnlegar 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.8.2019 kl. 17:11

4 identicon

Og einu sinni var því spáð að álver og virkjun fyrir austan myndi rústa veikbyggðum ferðamannaiðnaði. En hann hefur samt blómstrað sem aldrei fyrr. Spádómar eru greinilega ekkert sem stóriðjusinnar og náttúruverndarfólk gerir af viti.

Vagn (IP-tala skráð) 4.8.2019 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband