Reykjavíkurhöfn var ómissandi í stríðinu. Landið var þrjár eyjar.

Mannvirki við Reykjavíkurhöfn eru merkari minjar en virðist í fljótu bragði.

Hernaðarlega var Ísland þrjár eyjar í Seinni heimsstyrjöldinni. Því ollu afar lélegar landssamgöngur á milli landshluta, því að aðeins var hægt að nota einn mjóan malarveg frá Reykjavík norður til Akureyrar og austur á firði sem auðvelt var að rjúfa með loftárásum. 

Einkum var vegurinn milli Norður- og Austurlands afar frumstæður slóði, svo sem á Reykjaheiði.  

Það var úrslitaatriði ef halda átti yfirráðum yfir Íslandi, að ráða yfir suðvesturhorni landsins, Reykjvíkurhöfn, flugvöllunum í Keflavík og Reykjavík og flotastöðinni í Hvalfirði.

Reykjavíkurhöfn var eina höfnin, sem hægt var að nota til þeirra stórflutninga, sem þurfti til þess að ráða yfir flugvöllunum. 

Miðnorðurland var ígildi eyju, og Austurland ígildi annarrar eyju.  

 


mbl.is Brátt hægt að skoða steinbryggjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband