Á pappírnum ætti Cayman að vera betri akstursbíll en 911.

Porsche 911 er eitthvert mesta ólíkindatól, sem bílaframleiðendur senda frá sér. Frá upphafi hefur hann verið með boxaravél fyrir aftan afturhjólin, lengst af stóra og feikna aflmikla sex strokka vél. 

Þetta gargar á pappírnum, og er í mótsögn við aðra sportbíla af dýrari gerðinni eins og Porsche Cayman, og kappakstursbíla almennt, sem eru allir með miðjuvél fyrir framan afturhjólin til þess að þungasveifla vélarinnar í kröppum og hröðum beygjum virki út á hlið á milli fram- og afturhjóla en ekki út á hlið fyrir aftan afturhjól, eins og á 911. 

Í hröðum beygjusvefilum sitt á hvað, ætti hin stóra vél svona fyrir aftan afturhjólin að gera bílinn erfiðan og hættulegan í stjórn, hættulega yfirstýrðan eins og það er kallað. 

En á löngum þróunarferli hefur hönnuðum 911 smám saman tekist að gera hið ómögulega, að minnka þennan vankant alveg lygilega. 

Og á móti komið því til leiðar, að það má skrá tvo farþega í hinu þrönga aftursæti bílsins og nota rýmið þar sem farangursrými ef engir sitja þar. 

 


mbl.is Raketta til hversdagsbrúks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband