Því minna flygildi, því nær því að fljúga eins og fugl.

Fyrstu tilraunir mannsins til þess að fljúga með eigin vöðvaafli eins og fugl voru dæmdar til að mistakast. Líkamsbygging mannsins er einfaldlega ekki hönnuð af skaparans hálfu fyrir flug. 

Hljóðlaust loftbelgsflug eins og síðuhafi hefur prófað á litlum loftbelg, kemst nær flugi fuglanna og er einstaklega ánægjuleg upplifun.

Ef hægt væri að hafa loftbelginn minni myndi það nálgast flug fuglanna betur. 

Minnstu vélknúnu, opnu örfisin (ultralight) gefa margfalt meiri tilfinningu fyrir flugi fugla en litlar flugvélar, en hávaðinn í hreyflinum er helsta hindrunin. 

Það er samt magnað þegar fisin eru svona lítil, aðeins 115 kílóa þung, hvað þau eru næm fyrir minnstu ókyrrð í lofti.

Til dæmis þegar stór fugl flýgur þvert í veg fyrir fisið, og fisið tekur á sig hnút ef flogið er í gegnum kjölfar fuglsins. 

Svifvængir komast einna næst flugi fuglanna þegar flugmennirnir komast í uppstreymi lofts eins og við Úlfarsfell og Kamba, þar sem eru meira að segja skilgreind loftrými fyrir þá. 

Svifvængirnir eru nokkurs konar afbrigði af fallhlífum og geta verið knúnir áfram af litlum hreyflum á baki flugmannsins en einnig hægt að svífa á þeim eins og svifflugum og halda þá jafnvel hæð, klifra eða gera fleiri kúnstir ef komist er í uppstreymi. 

Þessir vængir og hreyfillinn eru svo létt, að engan lendingarbúnað þarf; flugmaðurinn hleypur í loftið eins og gæs eða álft og lendir eins og hver annar fugl. 

Flugbretti Franky Zapata er líklega það næsta sem hægt er að komast því að fljúga eins og fugl. 

Því veldur hin einstaka smæð flygildisins, sem er svo lítið, að það sést varla. 


mbl.is Fór yfir Ermarsundið á flugbretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband