Stór myndaskilti við íslensku skriðjöklana?

Fyrst Nýfundnalendingar geta grætt á bráðnun borgarísjaka og frætt ferðamenn í leiðinni um áhrif loftslagsbreytinga er svipað mögulegt hér á landi; stór myndaskilti við íslenska skriðjökla, sem sýna hve gríðarlega þeir hafa skroppið saman á ótrúlega fáum árum.  

Sem dæmi má nefna Gígjökul á Þórsmerkurleið, Sólheimajökul, Skaftafellsjökul, og Breiðamerkurjökul. 

Allir þessir staðir er þegar vinsælir ferðamannastaðir og verða enn áhugaverðari ef þessi stórbrotna eyðingarsaga þeirra er dregin fram á staðnum.  


mbl.is Fylgjast með dauðateygjum borgaríssins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það mætti þá einnig tæpa á lífshlaupi jöklanna. Og benda á þær stórbrotnu veðurfarsbreytingar sem urðu á fjórtándu öld sem skópu jökla og stækkuðu aðra gríðarlega.

Eftir 700 ára kuldaskeið hættu jöklar að stækka og fóru að skreppa saman. Sumir þeir yngstu munu hverfa áður en þeir ná því að verða 1000 ára.

Það er ábyggilega forvitnilegt fyrir ferðamennina að kynnast því hvernig veðurfar hér er stöðugt að færast í sama horf og var fyrir veðurfarsbreytingarnar á fjórtándu öld.

Vagn (IP-tala skráð) 5.8.2019 kl. 01:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því miður eru ekki til myndir af jöklunum fyrir 1890, en ýmislegt annað kemur til greina til að hafa á skiltunum. 

Ómar Ragnarsson, 5.8.2019 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband