7.8.2019 | 00:45
Athyglisverðar tölur á Audi e-tron. 700 kílóa rafhlaða.
Í reynsluferð á Audi-etron milli Reykjavíkur og Akureyrar var þessi hreini rafbíll nálægt því að komast á einni hleðslu. Um þessar mundir er ferð rafbíla á milli þessara staða á einni hleðslu orðið að algengu keppikefli þeirra rafbíla, sem stærstu rafhlöðurnar hafa en ef sprett er úr spori á rafbíl eins og e-tron, sem er um 6 sekúndur úr kyrrstöðu upp í hundrað og með 200 km/klst hámarkshraða, verður að stansa einu sinni á leiðinni til þess að hlaða.
Nokkrir af langdrægustu bílunum eru með 65 kwst rafhlöður, en 95 kwst rafhlaðan í Audibílnum er 700 kíló á þyngd, eða álíka þung og heill tveggja manna Tazzari rafbíll með rafhlöðum og öllu saman.
Rafhlöðurnar á Audinum eru hafðar í undirvagninum eða sem allra neðst í bílnum, og hefur það mjög góð áhrif á aksturseiginleikana.
En þyngd þeirra sker í augun og segir sína sögu um það, hve mikil framför yrði í því að auka orkuna sem hægt er að geyma í rafhlöðum farartækja.
Tómaþyngdin skiptir máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.