7.8.2019 | 11:44
Sólrafhlöðuknúin farartæki hafa verið til.
Sá framsýni maður, Bragi Árnason, sem varð heimsþekktur fyrir um þremur áratugum fyrir rannsóknir sínar á möguleikunum til að nota vetni sem orkubera, spáði því í viðtali við Ara Trausta Guðmundsson, að nýting sólarorkunnar myndi um síðir verða almenn og lykillinn að lausn orkuvanda mannkyns.
Og um nokkurra ára skeið hafa verið til fislétt farartæki, knúin sólrafhlöðum, en jafnframt hægt að nota fótaafl ef sólarorkan hefur þorrið.
Einnig möguleiki á að nota bæði fótaafl og sólarorku samtímis.
Einnig hefur sést á netinu mynd af lítilli flugvél með afar stóra og langa vængi, sem eru þaktir sólarsellum og gefa afl til flugs.
Sólarorkuknúin landfarartæki hafa þann óhjákvæmilega kost, ef svo má að orði komast, að yfir ökumanninum verður að vera sem stærst sólarselluþak, en þó jafnframt sem léttast.
Nú má sjá að einn af helstu bílaframleiðendum heims hefur útfært svona lausn á venjulegum bíl, þar sem sólarorkan kemur sem viðbót við aðra orku.
Og rétt eins og að gjöfulustu olíulindir jarðar eru á suðlægum breiddargráðum, mun nýting sólarorkunnar væntanlega verða þeim mun betri, sem sólin skín brattar og meira.
Sólrafhlöður í þakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.