Augnablik sem getur skilið milli lífs og dauða.

Það er hægt að dotta við stýri á augnabliki, hrökkva upp aftur og bjarga sér frá yfirvofandi stórslysi. En þetta getur líka orðið uagnblikið sem skilur milli lifs og dauða. 

Svipað gildir þegar snjallsíminn hefur yfirtekið alla athygli bílstjórans. 

Þetta er einhver lúmskasta hættan í umferðinni þar sem bílar mætast á 90 km hraða og koma úr gagnstæðum áttum. 

Ráðin við þessu eru einfðld: Ekki snjallsímanotkun og að leggja bílnum utan akstursbrautar og fá sér lúr. 

Líka að forðast að hafa of heitt inni í bílnum í akstri. 


mbl.is Bílstjórar auki tekjur með aukavinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flugmenn eru í betri stöðu. Geta sofnað og sofið lengi án áhættu. Hef sjálfur dottað við stýrð, einn í vélinni, í 16000 feta hæð yfir hafinu á milli Skotlands og Íslands. Fyrr eða síðar verður það "control" sem vekur mann.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 11:54

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Skoðun á landslagi er líka stórhættuleg á 90 km hraða á mjóum og sveigðum þjóðvegum landsins í þéttri umferð

Eins hef ég rekið mig á það að sumar bíltegundir virðast vera með hraðamæli sem sína 10 km/ klst of mikið sem veldur óþarfa frammúr akstri þegae þessar bíltegundir dóla á 80 þegar ökumaðurinn telur sig vera á 90.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.8.2019 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband