Útblásturinn: Skal svo böl bæta að benda á annað verra?

Fróðlegt er að sjá viðbrögð sumra andmælenda gagnvart ráðstöfunum vegna loftslagsbreytinga við tölum um losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnotkunar, að vegna þess hve ógnarháar tölurnar vegna landnotkuar séu, sé alger óþarfi að eltast við aðrar og smærri tölur. 

Orðin "svo skal böl bæta að benda á annað verra" koma upp í hugann þegar svona röksemdir eru notaðar og þátttakendur í Parísarráðstefnunni kallaðir 40 þúsund fífl. 

Aðgerðir vegna útblásturs vegna samgangna, bygginga og annars, sem breyta má, eru alveg jafn brýnar þótt annað vegi þyngra og þurfi líka aðgerða við. 

 


mbl.is Loftslagsbreytingar auka landeyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar, ég vil halda því fram að lömb alin á íslenskum heiðum séu með 0% kolefnisspor í uppvextinum, þar sem gróðurinn sem lambið át, hefði annars sölnar á haustin og farið að gefa frá sér kolefnin sem grasið batt um sumarið.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.8.2019 kl. 18:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef verið að bisa við í dag að reikna hvað mannkynið losar mörg Gt.af Co2 bara með því að anda.

Það reynist mér erfitt að fást við öll þessi núll. En ég þykist samt samt sjá að losunin bara vegna andardráttar lífvera  nemi fleiri Gt. af Co2 en heimsenda menn eins og Hjörleifur (hækkun í hafi) Guttomsson hafa reiknað með að við fáum með því að moka ofan í skurði eða að hætta að fljúga og keyra bíla.

Halldór Jónsson, 8.8.2019 kl. 19:29

3 identicon

Fylgist allvel með umræðunni um hlýnun Jarðar í "social media" erlendis. En hvergi er sú umræða á eins lágu plani og eins kjánaleg og á skerinu. Allir þykjast hafa vit á efninu, sem er flókið. Fullyrt er að vísindamenn séu óvitar og svo blaðra menn um lömb í haga eða um öndun mannsins, vilja vera fyndnir. Já, mörlandinn er vissulega mjög sérstakur, kannski einum of góður með sig.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 20:03

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það einkennir málflutning þeirra sem í sífellu reyna að varpa rýrð á niðurstöður vísindamanna í þessum efnum, að þeir virðast gjarna forðast það vísvitandi að kynna sér efnið. Stundum eru þeir einfaldlega of heimskir til að geta skilið röksemdirnar, stundum er það vegna þess að þeir vilja einfaldlega loka augunum fyrir vandanum, en endurtaka þess í stað í sífellu staðhæfingar sem þeir vita mjög vel að eru ósannar.

Það sem skortir á málflutning þeirra sem tala fyrir aðgerðum er á hinn bóginn það, að þeir virðast ekki hafa náð tökum á að setja röksemdirnar fram með skýrum hætti. Þess í stað er beitt ad hominem röksemdum (90% vísindamanna segja ...). En það þarf ekki að eyða mjög miklum tíma í að kynna sér þessi mál til að átta sig í megindráttum á því, á hvaða grunni niðurstöðurnar byggja og hvers vegna þær eru vísindalega marktækar.

Að lokum er það sérlega athyglivert, að meginþorri almennings virðist nokkuð sannfærður um að loftslagsbreytingar af manna völdum séu að eiga sér stað og að þær geti haft mjög slæmar afleiðingar, en á sama tíma virðist meginþorri fólks gera lítið sem ekkert til að sporna við þeim. Eða höfum við séð fólk breyta lífsstíl sínum unnvörpum í þessu skyni? Nei, því fer fjarri.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.8.2019 kl. 21:05

5 identicon

Kommúnisminn var líka sagður "vísindalega sannaður". Og þeir þóttu ótrúlega vitlausir sem ekki skyldu þau vísindi.

El Acróbata (IP-tala skráð) 8.8.2019 kl. 21:31

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi athugasemd er einmitt dæmi um málflutning, sem grundvallast á algerri vöntun á vilja til að skilja umfjöllunarefnið.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.8.2019 kl. 21:39

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

40 þúsund fífl, segir þú Ómar. Er nokkuð fíflalegt við það að þyggja ferð til Parísar, jafnvel á fullum launum. Hvað er fíflalegt við að þúsundir vísindamanna reyni að vinna fyrir sér. Hundrað milljarðar Bandaríkjadala voru settir í þá sem gætu sannað að hlýnunin væri af manna völdum.

Bankarnir borguðu fyrir það sem studdi viðskiptin, fyrir það sem var arðsamt fyrir bankana., það er matsskýrslurnar.

Auðvitað borguðu bankarnir ekki fyrir það sem skaðaði þá.

Kaffi framleiðendur, borga byrir ransóknir sem segja að kaffi hafi góð áhrif á þetta og hitt.

Þá er ekkert nefnt, sem virkar ílla fyrir söluna á kaffi.

Göbbels var sagður hafa sagt, segið stanslaust ósönnu söguna, þá fara allir að trúa henni.

Þetta getur ekki verið einfaldara.

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 10.08.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.8.2019 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband