11.8.2019 | 15:23
Heimsmet í gróðureyðingu?
Fyrir um fjörutíu árum var enn beit og gróðureyðing með tilheyrandi rofabörðum í algleymingi á öllu svæðinu suður af Langjökli og allt norður á miðjan Kjöl.
Gamlar kolagrafir í auðninni nálægt svonefndum Rótarmannatorfum suðvestur af Bláfelli segja sína sögu um það, að þar var áður kjarr í gróðurlendi sem var bæði beitt og nýtt sem eldiviður.
Síðustu áratugi hefur verið unnið mikið uppgræðslustarf á Haukadalsheiði og einnig reynt að hamla gegn uppfokinu norður á Kili en enn hefur ekki verið hætt sauðfjárbeit á afréttum sem eru ekki beitarhæfir.
Í ofanálag hafa verið birtar myndir af sauðfé á slíkum slóðum sem auglýsing fyrir heilnæmar íslenskar afurðir, fengnar með beit á slíkum afréttum.
Færðar hafa verið líkur að því að ekkert land í heiminum hafi verið eins illa leikið og Ísland með stórfelldri gróðureyðingu, mest af mannavöldum, allt frá Reykjanesskaga og norðaustur um endilangt landið til Hólsfjalla og Núpasveitar.
Þjóðargjöf til Landgræðslunnar á Þingvöllum 1974 var étin upp í verðbólgu á áratug.
Grátlegar skemmdir á landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.