Þau banka á dyrnar, rafhjólin, líka í Borgarnesi.

Nokkur rafhjól eru nú á leið kringum landið eftir Þjóðvegi 1 og hefur áður verið sagt frá því í fréttum að þau fari frá Seyðisfirði rangsælis um landið. Þeim sást bregða fyrir í Borgarnesi svona til að hressa upp á sunnudagsumferðina. Rafhjól um hringveginn 5

Þetta eru hjól af gerðinni Energica og eru meðal öflugustu rafhjólanna á markaðnum um þessar mundir og kosta því nokkurn skilding. 

Aðrar öflugar gerðir eru BMW c-evolution og hið bandaríska Zero. 

Hjól sem komast á annað hundrað kílómetra hraða og hafa drægi vvel yfir 100 kílómetra. 

Hjólin, sem sjást vera að taka hraðhleðslu hjá ON í Borgarnesi tóku síðast hleðslu í Staðarskála.  Rafhjól um hringveginn 3

Það er ON, Orka Náttúrunnar sem stendur fyrir þessari tilraun og kynningu eða forsmekk af því sem komið getur. 

Sniglarnir hafa tekið að sér að aka hjólunum. 

Helstu vandamálin varðandi rafhjól á þjóðvegum snerta rafhlöðurnar. Aðeins á stærri og dýrari hjólunum er hægt að nota sömu hraðhleðslustöðvar og rafbílar nota, og vegna hlutfallslega mikillar loftmótstöðu miðað við stærð farartækis, getur drægnin ekki orðið jafn mikil hjá hjólunum og langdrægustu bílunumGogoro. Skiptistöð

En hér á síðunni hafa áður verið reifaðir möguleikarnir, sem rafhjól með útskiptanlegum rafhlöðum gefa, því að þá tekur aðeins innan við mínútu á skiptistöðvum að taka tómar rafhlöður úr og setja hlaðnar í í staðinn. 

Bláleita myndin í miðjunni er af einni af 757 skiptistöðvum fyrir slík hjól af gerðinni Gogoro sem komið hefur verið upp á höfuðborgarsvæði Tæpei á Tævan þar sem búa um 350 þúsund manns. 

Svipað er í gerjun í nokkrum borgum í Evrópu, svo sem í Madrid á Spáni. 

Kannski einhvern tíma hér, hver veit?

Rafhjól um hringveginn

 Rafhjól um hringveginn 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

CO2 bullið stofnar lífi þeirra í hættu sem fíflast á svona hjólum í stað þess að keyra á sparneytnum dísilbílum á 4 hjólum. CO2 er byggingareffni lífsins.

Halldór Jónsson, 12.8.2019 kl. 16:25

2 identicon

Vatn er undirstaða lífsins en því miður er hægt að drukkna í því.

SH (IP-tala skráð) 12.8.2019 kl. 18:27

3 identicon

Studies have shown that inreased concentrations of carbon dioxide increase photosynthesis, spurring plant growth. While rising carbon dioxide concentartions in the air can be beneficial for plants, it also is the chief culprit of climate change.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.8.2019 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband