Náttúruverðmætin eru ekkert á förum.

Í fréttum allt þetta ár hefur mikið verið fjallað um hættuna á "hruni" íslensku ferðaþjóhustunnar. 

Þess vegna kemur viðtalið við forstjóra Tröllaferða eins og ferskur andblær inn í þessa neikvæðu umræðu. 

Samdrátturinn í ferðaþjónustunni var nefnilega ekki vegna þess að varan, sem er til sölu, ef svo má að orði komast, einstæð ósnortin náttúruverðmæti landsins;  þau hafa ekki rýrnað neitt, heldur koma þessi verðmæti og önnur ný æ betur í ljós. 

Og engin sambærileg verðmæti til að nýta fyrir ferðaþjónustu, hafa komið fram í öðrum löndum. 

Það sem gerðist var bara ofkeyrsla og skortur á uppbyggingu aðstöðu og innviða, ekki lakari söluvara. 

Tvær milljónir ferðamanna á ári er margfalt fleira fólk en kom hingað árlega fyrir áratug og möguleikarnir bíða bara eftir því að vera kannaðir, fundnir og nýttir. 


mbl.is Ekki öll nótt úti í ferðaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband