13.8.2019 | 21:48
Þegar Chrysler óð þrjú ár fram úr GM og Ford.
Anna Árnadóttir hefur góðan smekk að mati síðuhafa hvað varðar bandarísku bílana á sjötta áratugnum.
Dramatískustu bandarísku kaggarnir voru bílar Chrysler-verksmiðjanna 1957. "Allt í einu er komið árið 1960" stóð í auglýsingunum.
De Soto þótti einna best heppnaðnur af hinum "vængjuðu undrum sem birtist þetta ár og héldu forskoti sínu árið eftir.
Allir bílar verksmiðjanna, Plymouth, Dodge, De Soto, Chrysler og Imperial voru nýir 1957, lengri, breiðari, lægri og flottari en keppinautarnir.
Á bak við þetta stóð hönnuðurinn Virgil Exner, sem fékk það verkefni og afstýra hruni Chrysler eftir ömurlegt ár 1954, vegna þess hve hinir annars vönduðu og góðu bilar Chrysler voru óspennandi og leiðinlegir.
Nýjar gerðir löguðu stöðuna 1955, en 1956 kom trixið, uggar og stél. Sagt var að þeir gerðu gott fyrir loftmótstöðuna þótt það væri alls ekki á neinum rökum byggt, heldur voru stélin auka þungi ef eitthvað var.
Þau fóru líka að minnka og hverfa frá árinu 1960.
Plymouth endurheimti þriðja sætið í sölunni 1957 og Chrysler jók söluna um fjórðung.
En kapphlaupið tók sinn toll, því að gæðunum hrakaði í hamaganginum og bílarnir voru ryðsæknir.
En flottir voru þeir, maður minn!
Montrúntur á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
plymouth 1956 belvedere. Átti lengi einn svona, rauðan og hvítan, beinskiptan með stóru v-8 vélinni, Allir bílar síðan eru eru bara eftirlíkingar.
Haukur Árnason, 13.8.2019 kl. 23:24
Hvenær var Lee IaCocca?
Halldór Jónsson, 14.8.2019 kl. 14:03
Hann kemur ekki til Chrysler fyrr en löngu eftir þessar árgerðir.
Born in Allentown, Pa., on Oct. 15, 1924 as the child of Italian immigrants, Iacocca started working at Ford Motor Company in 1946 and is heralded as the leader of the team that created the first Mustang in 1964. He ascended to CEO of the company in 1970 but was fired by Henry Ford Jr. in 1978.
Haukur Árnason, 14.8.2019 kl. 14:18
Ég held ég verði nú að bjóða þér með mér á eins og einn montrúnt Ómar minn smekkmaður...
Anna S. Árnadóttir, 16.8.2019 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.