Sumir sjómenn losna aldrei við sjóveikina.

"Hafið lokkar og laðar" var sungið hér um árið um sjómenn, sem heillast svo af hafinu og siglingum, auk eltingarleiksins við fiskinn, að þeir sækja í það að starfa sem sjómenn eða farmenn. 

Sjómenn hafa sagt síðuhöfundi frá því, að þeir hafi aldrei, jafnvel á margra áratuga ferli á sjónum losnað alveg við sjóveikina. 

Hún gerði ævinlega vart við sig fyrstu dagana eftir að látið var úr hðfn, en rénaði síðan. 

Allt frá tímum veiða á Nýfundnalandsmiðum og í Barentshafi voru menn lengi í einu á sjó, svo að sjóveiki fyrstu dagana aftraði þeim ekki frá því að stunda þetta erfiða starf um áratuga skeið. 

Engin leið er að vita fyrirfram hverjir eru líklegri en aðrir til að verða sjóveikir. 

Svo að Gréta Thunberg rennur blint í sjóinn hvað það snertir.  


mbl.is Mun ekki láta sjóveikina á sig fá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband