Falsfréttir ógna lýðræðinu.

Undirstaða nútíma lýðræðis eru upplýsingar, sem kjósendur geti treyst.

Með sífjölgandi falsfréttum sem smám saman verða æ "djúpfalsaðri" svo notað sé nýyrði um tæknibrögðin, sem beitt er, er hins vegar hægt að ná þeim árangri að kjósendur fari smám saman að vantreysta öllu því sem borið er á borð fyrir þá og ráðstafi atkvæðum sínum meira í samræmi við óskhyggju og kæruleysi en niðurstöðu réttra og nauðsynlegra upplýsinga. 

Og í ofanálag til að negla ruglið, eru það oft þeir, sem mest beita falsfréttum, sem hafa hæst um að réttar fréttir séu falsfréttir.  


mbl.is Djúpfalsað myndskeið flýgur víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður hefur þú líklega rétt fyrir þér. Ómar.

En vonandi þá verður þessi hræðilega "djúpfölsunar" tækni til þess að vekja fólk til umhugsunar, átta sig á að margt að því sem það tekur við sem sannleik í dag er bara bull og vitleysa, og fá það til að vera meira gagnrýnna í hugsun í framtíðinni.

Valtyr Kari Finnsson (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband