Miðja Kyrrahafsins, Norðurskautið, í lungunum, plastið virðist alls staðar.

Tengd frétt á mbl. is um útbreiðslu plasts og plastagna er ógnvekjandi í ljósi þess að þetta efni hefur aðeins verið við lýði á jörðinni í rúma hálfa öld. 

Fréttin um plastið á Norðurheimskautinu er það nýjasta, og svo er bara að sjá hvenær Suðurheimskautið bætist við. 


mbl.is Örplast fellur með snjó á Norðurskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá þarf bara einhver að finna það út að plastagnirnar séu skaðlegar. þetta efni hefur verið við lýði á jörðinni í rúma hálfa öld. Allan þann tíma höfum við borðað efnið og notað bæði útvortis sem innvortis okkur að skaðlausu.

Vagn (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 12:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki "allan þann tíma", Vagn, því að það útbreiðsla plastsins fór hægt af stað en hefur síðan færst í aukana. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2019 kl. 16:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki "allan þann tíma", Vagn, því að útbreiðsla plastsins fór hægt af stað en hefur síðan færst í aukana. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2019 kl. 16:25

4 identicon

Tupperware hóf sölu sinna plast mataríláta 1948. Þá voru konur búnar að klæðast nælonsokkum og bursta tennur sínar með plast tannburstum í áratug. En það var nokkrum árum eftir fyrstu plast hljómplötuna. Tíu árum eftir stofnun Tupperware opnaði Disneyland framtíðarheimili Monsanto þar sem plast var óspart notað.

Útbreiðsla plastsins fór hægt af stað, miðað við það að fyrsta plastefnið sem ekki var byggt á náttúrulegum efnum eins og sellulósa og gúmmí úr trjám var fundið upp fyrir yfir 110 árum síðan. Útbreiðsla plastsins til almennings hófst fyrir alvöru eftir seinna stríð, plast var mikið notað í stríðinu. En í stríðslok þurftu verksmiðjur sem framleitt höfðu fyrir stríðsvélina að finna nýja markaði fyrir plastið.

Vagn (IP-tala skráð) 16.8.2019 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband