Svipað og þegar reynt var að fella Sullenberger.

Þegar verið var að athuga nauðlendingu Sullenbergers flugstjóra á Hudson ánni og finna það út, að hann hefði gert gróf mistök með henni, því að auðvelt hefði verið fyrir hann að fljúga til lendingar á tveimur flugvöllum, var atvikið sett í flughermi þar sem flugstjórar sýndu fram á að lending á flugvöllunum hefði verið möguleg. 

Sullenberger hélt því fram að uppsetningin í flughermunum hefði verið óraunhæf, því að reiknað var með því að hinir þrautreyndu flugstjórar tækju þegar í stað rétta ákvörðun á jafnskömmum tíma og tölvustýrðir róbótar. 

Sullenberger fór því fram á raunhæfari prófun og færði að því rök, að við hinar raunverulegu aðstæður hefði þurft 38 sekúndur fyrir venjulegan flugmann til þess að rekja sig áfram til niðurstöðu. 

Í ljos kom, að miðað við raunhæfar aðstæður var ómögulegt að komast til flugvallanna og að meira að segja hefðu flugstjórarnir í flughermunum, þótt þeir tækju ákvörðun á augabragði, þurft allt að 19 tilraunir til þess að geta komist til vallanna, jafnvel þótt þeir hefðu stefnt þangað samstundis. 

Nú virðist svipað vera uppi varðandi viðbrögð flugmanna við aðstæðum sem ollu flugslysunum á Boeing 737 Max.  

Það verða ekki aðeins þrautreyndir og færustu flugstjórar, sem verða látnir bregðast við aðstæðum, heldur einnig lítt reyndir flugmenn með viðeigandi flugréttindi.  

Það er eina raunhæfa leiðin, því að það eru ekki eingöngu færustu og reyndustu flugmennirnir sem fljúga þessum þotum. 

Sullenberger benti á það í vörn sinni að það væru ekki róbótar sem flygju þotum, heldur venjulegir menn. 


mbl.is Óreyndari flugmenn prófi hugbúnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig var það í bíómyndinni, raunveruleikinn var ekki eins dramatískur. Eastwood vildi frekar segja spennandi dramatíska sögu en gera heimildarmynd. 

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 15:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Alltaf sami besserwisserinn þessi Vagn.

Þetta var hinsvegar nákvæmlega eins og Ómar lýsir því

Halldór Jónsson, 23.8.2019 kl. 15:52

3 identicon

og þess vegna er líka langt í "sjálfkeyrandi" bíla og 4 iðnbyltinguna svokölluðu

Grímur (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 16:56

4 identicon

https://www.skyscanner.com/tips-and-inspiration/facts-behind-sully-and-jeff-skilles-skyscanner-2017

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 19:58

5 identicon

Æi Vagni 

Þú vilt örugglega líka setja sem flestar viðskiptatakmarkanir á Brazelíu

en fyrir 50 árum þá spurði venjulegt fólk þea ungt fólk þrfti á aðstoð að halda á Woodstock - HVAÐ getum við gert til að hjálpa

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 22:23

6 identicon

Ekki má gleyma brotlendingu Geysis á Bárðarbungu haustið 1950.

Þar skeði einstakt kraftaverk.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 22:31

7 identicon

"Ekki má gleyma brotlendingu Geysis á Bárðarbungu haustið 1950.

Þar skeði einstakt kraftaverk."

Útskýrðu þetta nánar?  Hvaða kraftaverk fólst í því að vera kominn mörghundruð kílómetra út af flugleiðinni og fljúga svo á fullu gasi inn í fjall hafandi ekki hugmynd um hvað var að gerast þegar það gerðist?  Má um þetta lesa hér: https://domar.rafbokavefur.is/domar/hdomar1952.pdf á bls. 604.

En að sönnu var kraftaverk að allir skyldu lifa af og sleppa tiltölulega lítt meiddir en það var engum í flugvélinni að þakka.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 24.8.2019 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband