Eyðingarmáttur nautgriparæktarinnar og margfalt bruðl með næringuna.

Þegar borin eru saman næringarafköst maísræktar til matarframleiðslu annars vegar og hins vegar sú leið að fóðra nautgripi á maís og éta kjötið af þeim, er munurinn tífaldur, beinni nýtingu maísins í hag. 

En skammsýnir ráðamenn skoða bara hagvöxtinn af umsvifunum vegna nautgriparæktarinnar, vinnslu og sölu nautakjötsins og ruðningi lands fyrir þetta tífalda bruðl. 

Þar að auki er ráðist á skóglendi heimsins með því að eyða skógi og rækta beitarland fyrir nautgripi í staðinn. 

En á þessa skógareyðingarstefnu trúa Bolsoneri forseta Brasilíu og skoðanabræður þeirra og valdamenn í Norður-Ameríku.  


mbl.is Brasilía „útrýmandi framtíðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúaðir verða gjarnan undrandi og hneykslast þegar trúlausir neita að færa fórnir til að friða guðina, fylgja ekki helgisiðunum og afneita refsingum frá guðunum. Trúaðir skilja ekki hvernig hægt er að vera trúlaus þegar fórnir til heiðurs guðunum hafa sannað sig og nær allir eru sammála. Hver hefur ekki fórnað geit til að losna við þoku?

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2019 kl. 01:14

2 Smámynd: Haukur Árnason

Er hægt að fóðra jórturdýr á maís ?

Hvort er reiknar með pr. 100 gr. eða koloríur ?

Haukur Árnason, 23.8.2019 kl. 01:37

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þú getur ekki fóðrað jórturdýr engöngu á korni, af þessum 10 kg ag fóðri verður um 60 % að koma frá gróffóðri, hægt er að auka maís fóðrið upp í 60% með því að mala maískólfana með maískorninu 40% þurfa að koma frá grasi eða hálmi.

Síðan er stór hlutu maísframleiðslu notaður ú eldsneytisframmleiðslu.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.8.2019 kl. 11:28

4 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þetta er ekki einhlítt. Sum svæði jarðarinnar eru aðlöguð fyrir ágang hjarðdýra eins og nautgripa. Hverfi hjarðdýrin hnignar náttúrinni. Hér er fyrlestur um tilraunir til að hefta gróðureyðingu í Afríku. Lausnin reyndist vera þveröfug við það sem menn töldu að þyrfti að gera. https://www.youtube.com/watch?v=vpTHi7O66pI

Helgi Viðar Hilmarsson, 23.8.2019 kl. 12:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er það, að raunveruleikinn er oftast flóknari en einfalt reiknisdæmi. 

En kaloríureikningurinn stendur alveg út af fyrir sig. 

Ómar Ragnarsson, 24.8.2019 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband