2.9.2019 | 12:37
Hvaða borg er þessi Súrig?
Enn einu sinni erum við minnt á ofurveldi enskunnar gagnvart öðrum tungumálum hér á landi.
Að minnsta kosti myndi enginn fréttamaður láta það henda sig að segja að eitthvað væri að gerast í Nefjork.
En hins vegar er fjöldi borga á meginlandi Evrópu sem nær því alltaf verða að hlíta því að heiti þeirra sé sífellt borið rangt fram.
Í fréttum í útvarpi snemma í hádeginu var sagt að vél Icelandair á leið til Súrig hefði verið snúið við.
Það á ekki aðeins við um heiti borga og staða, sem rangur framburður er notaður, jafnvel með því að nota ensku útgáfuna um borgir eins og Köln og Torino, heldur hefur árum saman verið simsvari hjá Volkswagenumbuðinu, þar sem nafn bílsins er borið fram vólksvagen með afar veiku vaffi í upphafi orðs.
Þotu Icelandair snúið við vegna bilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hafa skal í huga að framburður á orðinu Zürich er ekki auðveldur fyrir Íslendinga ólærða í þýsku. Í íslensku eigum við engin hljóð sem samsvara ü og ch í þýsku. Mun betra en Súrig væri hinsvegar Zurij. Zetan borin fram eins og í zúlú.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2019 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.