Vegvísunum fjölgar.

Í grein í Fréttablaðinu fyrsta sumardag voru nefndir tíu vegvísar í íslenskum orkumálum og náttúruverndarmálum, sem hafa birst undanfarin ár. Orkupakki 4 bætist nú við. Lítum á listann. Hann er ekki djók, að baki öllum atriðunum standa helstu valdaöfl þjóðfélagsins: 

1. Gefin út sú orkustefna stjórnvalda að tvöfalda beri orkuframleiðslu landsins á næstu tíu árum , þannig að í staðinn fyrir að framleiða fimm sinum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa, skuli framleidd tíu sinnum meiri orka fyrir erlendu stóriðjuna en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa. 

2. Forsætisráðherrar Íslands og Bretlands handsala sameiginlega athugun varðandi lagningu sæstrengs til Íslands. Öflugir fjárfestar fara þegar á fullt í málinu.  

3. Upplýst er af hálfu fyrrum iðnaðarráðherra, sem skoðaði það mál fyrir 25 árum, þurfi sæstrengirnir að verða minnst tveir. Kostnaður hlaupi á þúsundum milljarða. 

4. Forstjóri Landsvirkjunar lýsir því yfir að ekki sé spurning um hvort, heldur hvenær sæstrengirnir komi. 

5. Forsætisráðherra stillir sér upp í miðju hóps, sem ætlar að reisa álver norðan við Blönduós. 

6. Umhverfisráðherra upplýsir, að ef ekki verði leyft að reisa virkjun við Skrokköldu inni á miðju hálendinu, jafngildi það því að opna Pandórubox varðandi aðrar virkjanir. Les: virkjanir í verndarflokki annars staðar fari í virkjananýtingaflokk, til dæmis á Norðurlandi. 

7. Landsnet sækir hart að láta gera "mannvirkjabelti" þvert yfir hálendið og risalínur um allt land. 

8. Í rammaáætlun plús þær virkjanir sem fyrir eru, eru virkjanakostirnir bara á því sviði orðnir um hundrað. 

9. Orkustofnun gumar af hundrað tíu megavatta virjunum i viðbót. 

10. Rætt er um hundrað virkjanir á Tröllaskaga einum. 

11. HS orka og margir fleiri sækjast hart eftir að virkja um allt land. 

12. Orkupakki 3 samþykktur og sá aðili, væntanlega Landrreglari, verður væntanlega núverandi orkumálastjóri, sem hefur sagt, að landsmenn muni dæma sig til fátæktar ef ekki verði virkjað til hins ítrasta. 

13. Auðmenn sanka að sér eyðijörðum og landareignum til þess að koma af stað næsta virkjanaæðinu, risavindorkuverum. Alger óreiða ríkir í því stórmáli, engin yirsýn, heldur er allt landið frá hálendinu og út á sjó undir.  

14. Orkupakki 4 er þegar kominn á dagskrá í hinni óstöðvandi sókn eftir því að virkja allt virkjanlegt, sem finnst á Íslandi, og fórna til þess mestu náttúruverðmætunum. 

15. Virkjanakostirnir skipta þegar mörgum hundruðum, og þegar sæstrengirnir koma verður engu eirt neins staðar.


mbl.is Næsta orkupakkaumræða í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

16. Álpappírshattar seljast upp í Bónus.

Vagn (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 00:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk nafni.

Það er gaman að vera aftur með þér í liði.

Draumur fjármagns og fjárfesta er martröð okkar hinna sem unna landi okkar og sjálfstæði þjóðarinnar.

Mættu sem flestir lesa þennan pistil þinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.9.2019 kl. 09:49

3 identicon

Takk fyrir góðan lista Ómar.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband