Lífseigur misskilningur um þjóðgarða og virkjanir.

Fyrir tilviljun hlustaði síðuhafi á viðtal við Jónas Elíasson prófessor á Hringbraut í dag. 

Ég hef mikið dálæti á frískleika og opinni og frjórri hugsun þessa hressa manns, sem lætur háan aldur ekkert á sig frá. Hetch_Hetchy_Valley_From_Road,_Albert_Bierstadt

En í dag hélt hann fram misskilningi um virkjanamál, sem virðist ætla að verða lífseigur hér á landi og lita alla umræðu um þau. 

Jónas fullyrti að virkjanir og þjóðgarðar færu vel saman og hélt því sama fram við upphaf umræðu um Kárahnjúkavirkjun. 

Þá nefndi hann tvo staði i Bandaríkjunum sem dæmi og varð það til þess að ég lagði á mig mikla fyrirhöfn til þess að skoða þá. Valley_View_Yosemite_August_2013_002

Þetta voru meðal annars miðlunarlónið Hetch-Hetchy í Yosemite í Kaliforníu og Grand Lake virkjunin í Rocky Mountains þjóðgarðinum í Kolorado. 

Efri myndin er af þessum dal, sem sökkt var 1923, en neðri myndin er af hinum heimsfræga Yosemitedal. 

Í viðtalinu á Hringbraut í dag bætti hann við Mead og Powell miðlunarlónunum og Roosevelt lónunum og lét sig ekki muna um það að skilgreina Elliðavatn sem hreint miðlunarlón í leiðinni. 

Tökum þetta fyrir: Hetch-Hetchy var myndað með stíflu fyrir hundrað árum þegar viðhorf og reglur um þjóðgarða voru allt aðrar en nú eru. 

Í alvöru er nú deilt hart um þá hugmynd að hleypa vatninu úr þessum íðilfagra dal og endurheimta glæsileik hans. 

Grand Lake, þ.e. vatnið sjálft, er ekki miðlunarlón eins og Jónas hélt fram, heldur er miðlunarlón virkjunarinnar utan þjóðgarðsins, en lónið tengt við vatnið neðanjarðar svo hægt sé að viðhalda stöðugri vatnshæð í því. 

Á Hringbraut í dag hélt Jónas því fram að miðlunarlónin stóru vestra væru í friðlöndum. 

Það er alrangt. Þau eru á svonefndum útivistarsvæðum (Recreational areas) sem eru fjarri því að standast kröfur um þjóðgarða og svæði með sambærilegri friðun og þjóðgarðar. 

Hvað Elliðavatn áhrærir hafa virkjanafíklar þrástagast á því að það sé að öllu leyti tilbúið, manngert. 

En Elliðavatn hefur verið til í minnsta kosti ellefuþúsund ár, enda bera þúsund ára gömul örnefni þess vitni, Elliðavatn sjálft, bæirnir Elliðavatn og Vatnsendi, og hæðirnar Vatnsendahæð og Vatnsendahvarf. 

Þegar Elliðaárnar voru virkjaðar var vatnsborðið hækkað með stíflu og stækkaði vatnið nokkuð við það. 

En að Elliðavatn sé manngert að öllu leyti er alls ekki rétt. 

Í Morgunblaðinu í fyrr var því haldið fram að nokkuð ný virkjun með tilheyrandi mannvirkjum væri risin í miðjum þjóðgarði í Ástralíu. 

Þessi fullyrðing reyndist vera búmerang því að hið sanna var virkjunin var öll neðanjarðar á nokkurs rasks eða breytinga á yfirborðinu. 

Í lokin má svo geta þess að Jónas notaði kjörorð stefnu sinnar um hugsun sína fyrir tveimur áratugum: "Virkja fyrst og friða svo!"

Í samræmi við það var sett fram sú stefnumótun að austan Hálslóns skyldi vera þjóðgarður, sem næði nánast alveg fram á bakka þeirra miðlunarlóna, sem þar eru. 

Og með tilkomu Vatnajökulsþjóðgarðs hluti af honum. 

En þegar UNESCO samþykkti að Vatnajökulsþjóðgarður skyldi verða á heimsminjaskrá, vakti það athygli síðuhafa, að þessi fráleita hugsun ekki brautargengi hjá stofnuninni og að þetta svæði þeirra, sem telja að virkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun og þjóðgarðar, er ekki hluti af því svæði sem er á Heimsminjaskrá. 

 


mbl.is „Þarna hefur verið farið að öllum lögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veit ekki um neina framkvæmd sem ekki veldur raski yfirborði einherstaðar einhverstaðar verður að koma jarðvegnum fyrir.  sem kemur úr göngum þó virkjun sé fyrir utan þjóðgarð kemur vatnið úr þjóðgarðinum sem oft á tíðum færi þá aðra leið ef náttúran fengi að ráða.  hækkun lóna skiptir varla máli því lón eiga að endast mjög lengi. land fór í kaf við virkjun elliðaáa lýgt og með aðrar virkjanir. snýst bara um að gera virkjanir lítt sýnilegar í landslagi ekki hvort virkjanir og þjóðgarðar fara saman  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.9.2019 kl. 06:59

2 identicon

En aðalmálið er það að hálendisþjóðgarður er algjört bull. Það er ekki hægt að gera helminginn af landinu að þjóðgarði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 8.9.2019 kl. 07:26

3 identicon

Hálendisþjóðgarði er fyrst og fremst ætlað að koma í veg fyrir virkjanir.

Landsbyggðarsveitarfélög stórtapa á þessum garði því þau missa allt skipulagsyfirvald yfir þeim svæðum er tilheyra þeim og fara undir hálendisþjóðgarðin.

Einungis örfá sveitarfélög munu græða á hálendisþjóðgarði t.d. þau sveitarfélög sem hafa nú þegar umtalsverðar tekjur af ferðamennsku, en auk þess mun Reykjavík stórgræða á þjóðgarði með fleiri ferðamönnum auk þess að öll stjórnsýsla í kringum hálendisþjóðgarðinn verður í Reykjavík og að sjálfsögðu væntanleg Þjóðgarðsstofnun líka.

Sennilega munum við hér á landi sjá rísa raforkuver kynnt með jarðefnaeldsneyti eða jafnvel kjarnorku til að anna orkuþörf landsins í framtíðinni.

Einar Oddgeir (IP-tala skráð) 9.9.2019 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband