"Nú er brennivínið orðið svo dýrt, að..."

Þegar rætt er um verð á áfengi, eins og gert er í tengdri frétt á mbl.is,  koma í hugann orð, sem einn af skemmtilegustu og orðheppnustu mönnum, sem síðuhafi kynntist hér um árið, sagði, - ekki aðeins vegna þess að þau væru sögð í skondnu samhengi, heldur ekki síður, að á bak við þau bjó grimm sýn á áfengisbölið og bakgrunn þess. 

Enn minnisstæðari urðu ummælin vegna þess, að sá, sem mælti þau, var gormæltur, þannig að hann rúllaði á stafnum r á þann hátt, að helst verður að nota stafinn g, lint g, þegar þau eru höfð eftir. 

Samhengið og kveikjan að þessum orðum voru, að þau féllu sem viðbrögð við hækkun á verði áfengis hjá ÁTVR, sem greint hafði verið frá í fréttum:  

"Nú eg bgennivínið ogðið svo dýgt, að maðug hefug ekki efni á að kaupa ség skó."

 


mbl.is Hæsta áfengisverð í Evrópu í boði stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband