Hlýindi þurfa oft öfluga vinda til að komast til okkar.

Meðalhitinn í Reykjavík í september er 7,4 stig og hann lækkar að meðaltali um 0,1 stig fram í nóvember.  Á Akureyri er hann 6,3 stig. Það munar því um það í útreikningi á hita mánaðarins ef hitinn út þessa viku verður sums staðar meira en 10 stigum hærri. Skuggahverf úr lofti.

En í pistlum og athugasemdum efasemdarmanna um hlýnun andrúmsloftsins má sjá í dag og í gær, að þeir gera mikið úr því að ágústmánuður hafi verið heilu 0,1 stigi kaldari en í ágúst síðustu árin. 

Má segja, að litlu verði Vöggur feginn. 

Til þess að skila heitum lofmössum til okkar úr suðri þarf oft ansi mikinn vind, eins og er í dag. 

Þess vegna voru fyrstu dagar vikunnar með meira yfirbragð góðviðris, eins og meðfylgjandi mynd á að sýna, sem tekin var í gær. 

 


mbl.is Spá allt að 20 stiga hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efasemdarmaður er ekki rétta orðið yfir þá sem afneita vísindum, heldur fáviti.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2019 kl. 17:38

2 Smámynd: Hörður Þormar

Annars vegar eru þeir sem afneita ofhlýnun loftslagsins á jörðinni "fávitar og fífl"

Hins vegar eru þeir sem halda fram ofhlýnun loftslagsins á jötðinni "fávitar og fífl".

Er virkilega ekki hægt að ræða þessi mál á hærra plani?

Hörður Þormar, 18.9.2019 kl. 21:06

3 identicon

(21:06) Rétt, þeir sem viðurkenna ekki vísindalegar rannsóknir og niðurstöður þeirra eru ekki endilegar fávitar, frekar fávísir (ignorant). Hörður Þormar er einn af þeim. En hann er því miður einn af fjölmörgum innbyggjum sem hugsa í sama dúr. En af hverju er þetta svona útbreitt á skerinu? Veit það ekki. Gæti verið barnalegur pólitískur rétttrúnaður, frekar en skortur á menntun.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2019 kl. 22:11

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Til er fyrirbæri, sem nefna má "áunnin fáfræði." Dæmi um hana eru þingmenn, sem viðurkenndu árið 2014, að þeir hefðu ekki haft hugmynd um það að orkuvinnsla gufuaflsvirkjananna á Reykjanesskaganum byggðist á rányrkju. 

Þessi vitneskja hefur aldrei komist yfir hér á landi, því að í hvert skipti sem hið raunsanna eðli virkjananna er nefnt, er því haldið tíu þúsund sinnum fram, að þær feli í sér "hreina og endurnýjanlega orku" og þessu haldið að allri heimsbyggðinni allt upp í æðstu valdamenn erlendra ríkja, sem hingað koma. 

Ómar Ragnarsson, 18.9.2019 kl. 22:58

5 identicon

Haukur Kristinsson virðist vera "algjör fáviti" um skoðanir mínar og er það allt í lagiwink.

Ég tel að þeir séu ekki fávitar sem eru á móti ríkjandi stefnu í loftslagsmálum og halda því jafnvel fram að loftslag fari kólnandi á jörðinni. Sumir eru kannski að verja hagsmuni sína, en ég held að flestir séu fyrst og fremst bara þverhausar.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.9.2019 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband