21.9.2019 | 13:10
Langþráð samgöngubót.
Þegar litið er til þeirrar spár að bílum á höfuðborgarsvæðinu muni fjölga um að minnsta kosti 40 þúsund fram til ársins 2030, og ekki hillir enn undir breytingu þar á, er ljóst að ekki verði hjá því komist að bæta samgönguæðarnar sem liggja um leiðina frá Kjalarnesi í gegnum höfuðborgarsvæðið til Suðurnesja.
Sundabraut mun ekki aðeins dreifa núverandi umferð um þennan ás umferðar í gegnum svæðið heldur stytta vegalengdina þannig að það gagnast stórum hluta umferðar sem liggur þessa leið og þar með fleiri bílum en flestar aðrar samgöngubætur.
Sundabraut verði tilbúin 2030 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að þú sést mesti umhverfissóði íslandssögunnar.
Sveinn R. Pálsson, 21.9.2019 kl. 15:53
"Áformin um Sundabraut sæta tíðindum en borgin hefur samkvæmt heimildum blaðsins ekki gert ráð fyrir Sundabraut."... og það er borgin sem fer með skipulagsvaldið en ekki Sigurður Ingi Jóhannsson.
"Áætlað sé að lágbrúarleiðin kosti 60 milljarða og verkefnið í heild allt að 70 milljarða"... eða rúmlega 100 milljarða miðað við venjuleg frávik frá kostnaðaráætlunum.
"Gert sé ráð fyrir að fjármagna verkefnið með veggjöldum."... verði það einhvern tíman löglegt. En meðan það er ólöglegt er eins hægt að segjast ætla að fjármagna verkefnið með heróínsölu eða innbrotum. Og verði löglegt að ríkið innheimti veggjöld, standist kostnaðaráætlun, lán séu vaxtalaus og hver ferð kosti 350 kr. þarf yfir 50 þúsund bíla á dag í 10 ár til að borga framkvæmdina. En það er um það bil sjö sinnum meiri umferð en er um Hvalfjarðargöng.
Samgöngubætur eru rökréttar, eðlilegar og nauðsynlegar. Bullið og vitleysan hjá samgönguráðherra er það ekki.
Vagn (IP-tala skráð) 21.9.2019 kl. 20:33
Fróðlegt væri að heyra frekari rökstuðning Sveins fyrir orðum sínum og tillögur um úrbætur í samgöngum frá núverandi horfi þriggja samgöngutækja; rafreiðhjóli, minnsta rafbíl landsins og léttu 125 cc vepsuhjóli .
Ómar Ragnarsson, 21.9.2019 kl. 22:15
Ég var að horfa lengra aftur. Ætli það sé nokkur íslendingur sem hefur brennt jafn miklu eldsneyti að gamni sínu.
Og enn heyri ég sögurnar af akstri þínum í Kerlingafjöllum. Fólk hafði aldrei orðið vitni að slíkri umgengni við landið. Þau reyndu að laga þsð sem þau gátu þegar þú varst farinn.
Sveinn R. Pálsson, 22.9.2019 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.