Skortir breidd í sýnina um fjölbreytileikann í umferðinni?

Síðuhafi hefur í næstum 60 ár bent á möguleikann á meiri sanngirni í vali á einkabílum, sem felst í því að ívilna þeim sem spara rými á götunum með því að nota smærri bíla. 

Þetta hafa Japanir gert í hálfa öld og látið það koma að miklu gagni við að nýta göturnar og bílastæðin betur. 

Að meðaltali er lengd einkabílanna hér um 4,5 metrar, en þyrfti ekki að vera meiri en 4 metrar, sem er nokkurn veginn lengd VW Póló og aðeins lengri en Yaris. 

100 þúsund bílum er ekið daglega um Miklubraut við Elliðaár og ef meðallengdin styttist um hálfan metra, þýðir það, að 50 kílómetrar af malbiki, sem nú eru þakin bílum, yrðu auð á hverjum degi. 

Það eru til sveigjanlegri lausnir en sú, að afnema alveg einkafarartæki. Síðuhafi hefði gjarnan íhugað að taka þátt í aðgerð morgunsdagsins varðandi breyttan lífsstíl í samgöngum á létta vespuhjólinu sínu, sem sparar afar mikið rými á malbikinu, en fengi líklega ekki að vera með. 

Nýting léttra vélhjóla hefur lengi átt stóran þátt í að liðka fyrir hinni þéttu umferð í mörgum borgum erlendis. 

Hér á landi hefur þetta og fleiri atriði eins og þetta líkt og dottið á milli stafs og hurðar í þessum málum, þegar myndast hafa átakalínur á milli hópa unnenda einkabílsins og andstæðinga hans. 

En viðfangsefnið krefst meiri breiddar í sýninni á úrlausnarefnin í umferðarmálum. 

 


mbl.is „Þessi ást ykkar á risastórum bílum ...“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband