Trump vill skipta um hitamæli.

Greta Thunberg gefur ágæta lýsingu á Bandaríkjaforseta þegar hún lýsir afstöðu hans til vísinda og vísindamanna. Forsetinn lýsti henni vel strax í upphafi valdatöku sinnar með þeim orðum, að ekkert væri að marka vísindasamfélagið og að það þyrfti að reka þá vísindamenn sem kæmust að þeim niðurstöðum sem ekki hentaði þrengstu bandarískum hagsmunum og ráða "alvöruvísindamenn" í staðinn; les: vísindamenn sem komast að þeim niðurstöðum sem falla að skoðunum Trumps. 

Þessu hefur áður verið líkt við það að læknir vilji henda hitamælinum og nota í staðinn hitamæli, sem kemst að "réttri" niðurstöðu. 

Hörðustu fylgismenn Trumps hér á landi reyna að tala stanslaust niður til Gretu og tala um "unglinginn Gretu" og "hina fötluðu Gretu" og er þá stutt í að kalla hana "hinn fatlaða ungling Gretu."


mbl.is „Af hverju ætti Trump að vilja hitta mig?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Léleg tilraun ofstgækismanns til að niðurlægja kjörinn fulltrúa Bandaríkjanna á kostnað þessa ómerka unglings

Halldór Jónsson, 22.9.2019 kl. 09:53

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Ómar. Þú sem gamall fréttamaður ættir að skoða þetta video sem ér set link á her að neðan. Það er mikilvægt að réttum upplýsingum sé komið á framfæri.

Þá vil ég einnig benda þér á að kynna þér niðurstöður danskra vísindamanna sem hafa verið að rannsaka ískjarna úr Grænlandsjökli síðastlin 20 og hafa nýlega sett fram niðurstöður sínar.

 

https://www.youtube.com/watch?v=1L530b4nnQ8

Eggert Guðmundsson, 22.9.2019 kl. 10:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Afstaða Thunberg og félaga til vísinda er hið versta mál: það er búið að afgreiða vísindin segja þau.  Svo halda þau áfram með ó-sannanlegar kenningar sínar, sem hafa ekkert forspárgildi, allt knúið áfram með hræðzluáróðri.

Þau eru að tefla fram krakka sem þau eru búin að indoctrineita með vitleysu.

Krakka sem þau segja að megi ekki gera grín að því hún er vangefin.

En ekki meira vangefin en svo að það er hægt að kenna henni rulluna.

Loftslagsaktívistar, hef ég komist að, eru með hreinræktuðustu fúlmennum á jörðinni.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.9.2019 kl. 11:14

4 identicon

"Fúlmennið og fíflið"yell, Stefan Rahmstorf, prófessor í haffræði og loftslagsvísindum við háskólann í Potsdam í Þýskalandi, í viðtali við Þóru Arnórsdóttur á RÚV:                  Stefan Rahmstorf -- RUV Interview               

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 12:36

5 identicon

Veit að öll ritskoðun er hæpinn og erfitt að draga mörkin. Engu að síður ættir þú að fjarlægja fyrstu þrjú ummælin. Þau ofbjóða okkar velsæmisvitund. Fáfræðin og öfgarnar eru einfaldlega of miklar. Þessir menn "crossed the line."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 14:05

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Altaf jafn mikill bessewrisser Haukur, það breytist ekki

Halldór Jónsson, 22.9.2019 kl. 15:20

7 identicon

Sama fólkið og vill byggja í Vatnsmýrinni trúir því líka að hún verði sokkin innan nokkurra ára. Þetta er fyrst og fremst trúarbrögð en ekki vísindi.

GB (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 15:20

8 identicon

Ef væri eitthvað marka þetta loftlagslið þá mundi það bara hætta að ferðast en þetta gengur allt allt út að allir HINIR eigi að gera eitthvað. Þetta er gamalkunn mantra hinna meðvirku að setja aukna byrðar og kröfur á aðra.

Grímur (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 15:26

9 identicon

Það eru sem sagt "réttu" vísindamennirnir sem bjuggu til fölsuðu hokkíkylfu-myndina!

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 16:08

10 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 17:20

11 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er hægt að sjá,á meðfylgjandi slóð hér neðar, með hverjum hætti hamfaraspámenn blekkja almenning með línuritum sínum sem og ginnkeypta ráðamenn með því hvernig þeir miða línuritin við ákveðin ártöl sem ná ekki langt, frekar en að nota allar þekktu tölurnar frá því sem enn hefur verið rannsakað eins langt og þekkt er. Hafa skal það sem sannara reynist sagði Ari fróði Þorgilssoin, þessu hafa snákaolíusölumennirnir í hsmfarakolefnisklúbbnum snúið yfir í hafa skal það sem betur lítur út fyrir spádómunum. Þannig fá þúsundir "vísindamanna" áfram laun fyrir möntruna fölsuðu.  Lítið á þessa stuttu skýringarmynd á youtube  :

This is my most concise expose of climate fraud.  The video is short, but cuts right to the heart of the matter.

.

https://www.youtube.com/watch?v=8455KEDitpU

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2019 kl. 19:10

12 identicon

(19:10)Steve Goddard a.k.a. Tony Heller is an liar, a scharlatan. Gets paid for it. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.9.2019 kl. 19:59

13 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svo Ómar gamli Ragnarsson er orðinn ofstækismaður? Eða var það kannski bara ofstgækismaður? Það er líklega eitthvað miklu þægilegra?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.9.2019 kl. 22:04

14 Smámynd: Már Elíson

Þorsteinn (13#) - Það er eitthvað meira en lítið að hjá Halldóri - Hann er orðinn elliær, og hefur sér það til helstu vorkunar að sjá ekki vitleysinginn í vestri í réttu ljósi, einmitt vegna hægri villu, elli og ofstækis. - Hann fer versnadi kallanginn með hverju innlegginu....

Már Elíson, 23.9.2019 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband