Þingræðið vegur víðast þungt í vestrænu lýðræði.

Í þróun og vexti lýðræðisins í vestrænu stjórnarfari hefur gildi þingræðisins víðast vegið þungt vegna þess að þingmenn fá í frjálsum lýðræðislegum kosningum beint umboð frá kjósendum. 

Angi af þessum meiði eru ákvæði um friðhelgi þingmanna, sem upphaflega áttu að koma í veg fyrir að ráðríkir handhafar framkvæmdavaldsins, ekki kosnir beint, heldur óbeint, gætu látið kippa þingmönnum út úr áhrifum með því að láta fangelsa þá eftir geðþótta. 

Skyldar þessu eru takmarkanir á valdi til að rjúfa þing eða senda það heim, sem Boris Johnson er nú að finna smjörþefinn af. 

Hér á landi eru til tvö dæmi um hliðstæður, 1931 og 1974, þegar forsætisráðherrarnir Tryggvi Þórhallsson og Ólafur Jóhannessson fengu þjóðhöfðingjana, Kristján 10 og Kristján Eldjárn til að skrifa undir heimild til að rjúfa þing. 

Báðir þjóðhöfðingjarnir gátu gert þetta í krafti stjórnarskrárákvæða um að þeir væru ábyrgðarlausir af stjórnarathöfnum og eitthvað svipað mun líklega eiga við um Bretadrottningu. 


mbl.is Þingslit Johnsons ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að dómarar í UK komist að þeirri niðurstöðu að Bretlandsdrottning viti ekki hvað hún er gera er mjög sorglegt en þessi niðurstað er möguleg því hún byggist á því að það er enginn stjórnarskrá til í UK.

Hingað til hefur verið hægt að treysta á hefðir og orðheldni en nú er ESB búið að eyðleggja það traust.

Því það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er að fjármagnar þennan óróleika í UK.

Grímur (IP-tala skráð) 24.9.2019 kl. 15:49

2 identicon

Það er alrangt að þingmenn fái beint umboð frá kjósendum. Það er flokkurinn sem fær það. Þú kýst flokkinn en ekki þingmanninn . Það ríkir flokksræði í vestrænum samfélögum, ekki lýðræði.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 24.9.2019 kl. 17:48

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rétt í raun, Jósef Smári, því að enda þótt hver kjósandi hafi formlega heimild til að raða upp á nýtt á listanum, er afar sjaldgæft að það breyti nokkru. 

Og þar með er umboð ráðherranna enn veikara en ella. 

Þingmenn hafa þar á ofan séð til þess að hunsa eindregna niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í október 2012 um að kjósendur vilji beint lýðræði. 

Ómar Ragnarsson, 24.9.2019 kl. 20:34

4 identicon

Ef það væri rétt að glokkar fái beint umboð frá kjósendum en ekki þingmenn væri útilokað fyrir sitjandi þingmann að skipta um flokk. En nú eru alltof mörg dæmi um hið gagnstæða til að hægt sé að bera þetta á borð. Þingmaður ræður atkvæði sínu en ekki flokkurinn.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband