Maxmálið minnir svolítið á DC-10, A 320 og 330 slys fyrr á árum.

Vandræðin hjá Icelandair stafa að stórum hluta af Boeing 737 Max slysunum, sem eiga sér hliðstæður að hluta til frá fyrri tíð. 

Þegar farangurshurðir fóru að tætast í tvígang af hinum nýju Douglas-DC 10 þotum mátti rekja það að miklu leyti til vanrækslu og sleifarlags hjá bæði bandaríska loftferðaeftirlitinu FAA og Douglas, sem minnir á svipað hjá FAA og Boeing núna. 

Og í fyrsta farþegafluginu með farþega á hinni þá spánnýju Airbus A 320 tók jafn spánnýr Fly-by-wire búnaður, byltingarkenndur tölvustýrður búnaður, sem ætlað var að koma í veg fyrir ofris, ráðin af flugstjóranum í lágflugi yfir flugsýningu. 

Fyrsta mannskæða slysið á þotum af gerðinni Airbus 330 Air, þegar Air Frace 447 steyptist niður yfir Suður-Atlantshafi fyrir áratug og allir fórust, meðal annars einn Íslendingur, varð vegna mistaka flugmanna, sem rakin voru til lélegrar þjálfunar í því að fást við vandræði af völdum sampils milli sjálfvirknibúnaðar og mistaka flugmanna. 

Málaferli vegna þessa slyss á hendur Air France urðu langdregin og æfingakerfi flugmanna í samræmi við CRM, Crew Resource Management, var endurbætt. 

Lærdómar af fyrrnefndum slysum hafa reynst ómetanlegir við að auka flugöryggi, og vonandi mun fást lærdómar af Boeing 737 Max slysunum, sem skapa árangur af sama tagi.  


mbl.is Icelandair segir upp 87 flugmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo eru það vandræðin í vökvatjakknum sem hafa steypt 3-4 Boieng 737 vélum af gömlu gerðinni stjórnlaust til jarðar og allir farist.

Ekki sést ein rispa á vökvatjakknum og því viðurkennir Boing ekkert eins og venjulega og hefur engar bætur greitt.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 23:13

2 identicon

Heyri að margir ætli ekki að fljúga með 737 MIX..

GB (IP-tala skráð) 26.9.2019 kl. 16:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnst að vandi MAX sé fyrst og fremst græðgi framleiðenda, sem m.a. leiddi til að settir voru allt of stórir hreiflar á flugvel sem aldrei var hönnuð fyrir þá. Skítamixið í tölvubúnaðinum sem átti að bæta fyrir það var ekkert annað...skítamix. Kannski kalla þeir það fórnarkostnað fyrir gott ársuppgjör.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2019 kl. 20:25

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Stjórnvöld í Bandaríkjunum bera stóra ábyrgð á að samdráttur er á forskoti sem þeir höfðu á árum áður í flugvélasmíði. Þrátt fyrir mikla gagnrýni á Evrópu reglugerðir og aukna stjórnsýslu eru flugvélaframleiðendur í Evrópu að skara framúr. Huawei forstjórinn hélt því fram að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að hefta tækniframgang Google og fleiri hátæknirisa. Hafa Boeing verksmiðjunar ekki lofað bótum og betrun? Dreifa áhættunni með því að nota Airbusvélar? 

Sigurður Antonsson, 27.9.2019 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband