1.10.2019 | 08:46
Samferðabrautir hafa verið notaðar í bandarískri umferð.
Að meðaltali eru innan við 1,2 um borð í hverri bifreið í innanbæjarakstri.
Tvö svipuð fyrirbæri stuðla að betri nýtingu en þessari:
Annars vegar að hafa fleiri um borð í hverjum bíl, en hver auka maður afsalar sér með því rými fyrir einn einkabíl í staðinn.
Hins vegar gefur hver maður á hjóli eða um borð í almenningsfarartæki færi á að í staðinn fyrir það rými, sem viðkomandi hefði tekið á sínum einkabíl losni rými fyrir annan einkabíl í staðinn eða rými sem léttir á bílaumferðinni.
Samferðabrautir hafa verið notaðar víða í Bandaríkjunum í marga áratugi með mismunandi útfærslum.
Ein útfærslan er sú að þeir, sem vilja nýta sér hröðustu leiðina, séu skyldir til að stansa og borga sérstaklega fyrir það að fara einir í bíl sínum, en geti valið að aka lengri og tafsamari leið ella.
Vilja samferðabrautir í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki sannfærður um að nauðsynlegt sé að standa í að rukka fólk fyrir að aka eitt í bíl. Og ég hugsa að það komi að litlu gagni svo lengi sem öðrum en leigubílstjórum er óheimilt að taka gjald fyrir að aka með farþega.
Yrði sú takmörkun afnumin myndi fljótt koma upp sjálfsprottið deilibílakerfi og umferðarvandinn þar með leysast af sjálfu sér, enda yrði hagkvæmara fyrir fólk að deila bíl með öðrum en að eiga og aka eigin bíl.
Slík lausn myndi henta vel hérlendis í því veðurfari og þeirri dreifðu byggð sem hér er. Strætisvagnar munu hins vegar aldrei leysa þennan vanda, jafnvel þótt þeir séu kallaðir borgarlína og kosti 150 milljarða.
Þorsteinn Siglaugsson, 1.10.2019 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.